fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa afsalað sér forystuhlutverki sínu – gengnir foringjar myndu ekki þekkja flokkinn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á 21. öldinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn afsalað sér hlutverki hins frjálslynda og víðsýna stjórnmálaafls sem hefur forgöngu um að efla hag lands og þjóðar í farsælu samstarfi við aðrar lýðræðisþjóðir,“ skrifar Náttfari á Hringbraut.

Davíð Oddsson og Bjarni Benediktsson hafa breytt flokknum í úr frjálslyndum og framfarasinnuðum flokki í hagsmunagæsluaðila fyrir sérhagsmuni auðfyrirtækja, sem skeyti lítt um hagsmuni atvinnulífsins og heimila, hið minnsta ef valið stendur á milli almannahagsmuna og sérhagsmuna, skrifar Ólafur Arnarson sem ritar pistilinn.

Hann byrjar á því að benda á hversu illa ríkisstjórnarflokkarnir koma út úr skoðanakönnunum og segir ríkisstjórnina ekki aðeins lifandi dauða heldur sé farið að slá í hana eftir að Katrín Jakobsdóttir hvar frá borði.

Hann spyr hverju sæti að staða Sjálfstæðisflokksins skuli vera jafn bágborin og raun ber vitni? Stutta svarið sé að í þessu stjórnarsamstarfi hafi flokkurinn týnt tilgangi sínum, glatað erindinu. Enginn þurfi að furða sig á því. Stefnuskrá og grunngildi VG og Sjálfstæðisflokksins stangist gersamlega á. Þessir flokkar eigi aldrei að vinna saman í ríkisstjórn.

„Árangur stjórnarsamstarfsins, eða öllu heldur afleiðingar þess, blasa við öllum. Atvinnulífið og heimilin í landinu finna á eigin skinni að hér hefur í sjö ár starfað ríkisstjórn sem engin tök hefur á ríkisfjármálunum, Lykilástæður mikillar og þrálátrar verðbólgu eru lausung í ríkisfjármálunum, en ríkissjóður hefur verið rekinn með miklum halla og er þá ekki átt við viðbótarhallann sem stafar af Covid og náttúruhamförum. Innviðir grotna og má í því sambandi benda á samgöngur, heilbrigðismál og mennta- og skólamál. Ísland dregst sífellt aftur úr þeim löndum sem við berum okkur saman við, sérstaklega þegar horft er til verðmætasköpunar.

Fjármagnskostnaður íslenska ríkisins er margfaldur á við það sem önnur ríki í Evrópu, sem þó glíma við meiri skuldir en Ísland. Fyrir vikið getur ríkissjóður ekki staðið undir innviðum sem standast samanburð við það sem tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Peningarnir fara í að borga vexti.“

Ólafur segir samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn grundvallast á því að flokkarnir hafi náð saman um það versta í stefnu hvor annars. Í báðum flokkum séu öfl sem vilji „verja“ Ísland fyrir umheiminum og óæskilegum áhrifum erlendis frá.

Hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið frjálslynt og víðsýnt stjórnmálaafl sem á síðustu öld hafi verið í fylkingarbrjósti varðandi umbætur í frelsisátt í íslensku viðskiptalífi, gjarnan í samstarfi við Alþýðuflokkinn. Nefnir hann sem dæmi inngönguna í NATÓ, EFTA og EES.

Með hliðsjón af sögunni má ætla að ýmsir gengnir foringjar sjálfstæðismanna frá síðustu öld myndu vart þekkja þann flokk sem í dag berst með kjafti og klóm fyrir því að viðhalda hér á landi gjaldmiðli sem veldur því að vaxtakostnaður fyrirtækja og heimila er margfaldur á við það sem stendur til boða í þeim löndum sem við berum okkur saman við og stórskaðar þar með samkeppnishæfni landsins.

Náttfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?