fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
EyjanFastir pennar

Jón Sigurður skrifar: Gerum Ísland vinsælt á ný!

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 28. júlí 2024 16:30

Jón Sigurður Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar ferðamönnum fækkar kunna margir Íslendingar að sakna þeirra tíma þegar við vorum The King of Mambo og allur heimurinn vildi koma hingað að líta dýrð okkar. Svo vinsælt var land vort að við vorum mest að velta því fyrir okkur hvernig við gætum takmarkað gesti okkar við fagurfiðraða páfugla til að kaupa hér köttinn í sekknum og halda svo til síns heima einsog reittar hænur.

Þetta fólk, sem hefur orðið nostalgíunni að bráð, má hugga með því að minnast þeirra tíma þegar við Íslendingar rembdust einsog rjúpan við staurinn að markaðssetja landið, sem þá var óspillt af of miklum ágangi, en náðum einungis að lokka til landsins örfáa furðufugla sem margir hverjir ferðuðust á puttanum landshorna á milli, eins og enginn væri Guðmundur Jónasson, og rétt tímdu svo að splæsa í pyslu með öllu nema hráum.

Það var sama hvað Mezzoforte sló í gegn og Ragga kvað um krumma, okkar tími ætlaði ekki að koma. Það var ekki fyrr en við gerðum okkur að algjörum fíflum, opnuðum banka á Bretlandi sem hvarf þegar kúnnar ætluðu að athuga með reikninga sína á haustdegi og við fengum ókeypis auglýsingaherðferð sem Kúba norðursins. Þá fyrst fór heimurinn að kíkja hérna við að sjá hverskonar álfar byggðu þessa eyju.

Það kann að koma spænskt fyrir sjónir að við skyldum fyrst kynnast vinsældunum á sama tíma og Hollendingar, Bretar og fleiri þjóðir gátu ekki heyrt á okkur minnst ógrátandi. En staðreyndir eru stundum undarlegar og í markaðsfræðinni reynist það svo að illt umtal er gulls ígildi eins og dæmin sanna. Þetta veit Trump og hefur uppi digurbarka mikinn til að espa fólk til vinsælda við sig, talar um múra við landamæri Mexíkó til að tryggja sér atkvæði innflytjenda, sest á sakamannabekk þegar vinsældir eru farnar að dala aðeins og stimplar sig svo inn einsog landsföður nú þegar hann er kominn með gat í eyrað.

Sjálfur hef ég sannreynt þetta á Spáni en á árum áður hafði ég uppi mikinn fagurgala þegar þjóð mín barst í tal og fór með Þorraþrælinn þegar fólk vildi heyra okkar ylhýra. Hreyfði það lítt við fólki svo ég fór að ýkja um áfengisvanda okkar og kvað allsgáðan Íslending ekki sjást nema þá rétt eftir að hann kæmi af snúrunni. Og jafnvel þó ég teldi heppilegra að hafa uppi sólgleraugu á Laugaveginum ef ske kynni að einhver Íslendingurinn finndi hjá sér þörf til að plokka úr manni augað þá gátu Spánverjarnir ekki á sér setið og keyptu flugmiða í hvelli eftir þessa hrikalegu en árangursríku kynningu.

Það eru því mörg tækifæri í aðsigi nú þegar gera þarf Ísland vinsælt á ný. Nú er til dæmis lag að kaupa fótboltafélög fyrir andvirði bankanna, skjóta bláhveli og hafa uppi almennan hroka og bestíuskap.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
20.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
19.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu