fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Eyjan

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka: Upptaka evru yrði á svipuðu gengi og nú er

Eyjan
Sunnudaginn 28. júlí 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer illa ef vanbúinn seðlabanki reynir að halda gengi gjaldmiðils of háu. Um það eru dæmi, einna frægast frá Bretlandi á síðasta áratug síðustu aldar. Jón Bjarki Bentsson telur líklegt, miðað við núverandi aðstæður, að skipti gegni íslensku krónunnar, ef tekin yrði upp evra hér á landi, yrði á bilinu 150-160 krónur á móti evru. Jón Bjarki er gestur Ólafs Arnarsonar í sérstökum sumarþætti Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 5.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 5.mp4

Er krónan, sem sagt, eins og hún er núna, er þetta sirka það gengi sem við myndum vilja hafa ef við færum í aðflug að evru?

„Það er góð spurning, þetta er æfing sem maður var alltaf að taka þegar við vorum í undirbúningsferlinu, þá var þetta náttúrlega mjög vinsæl spurning, enda var hún mjög aðkallandi og viðeigandi. Þetta er alltaf skemmtileg hugarflugsæfing að taka,“ segir Jón Bjarki.

„Það verða bara spekingar sem leggjast yfir og það er ákveðið skiptigengi, sem er tilkynnt og fest og varið …“

Þá færi Seðlabanki Evrópu að verja það gengi …

„Já, í aðflugi að evru er þetta prósessinn. Mig grunar að ólíklegt sé að Evrópski seðlabankinn og þeir sem um það véla myndu ákveða lægra verð fyrir evru en 150 krónur. Ég hugsa að við séum aftur, eins og áðan, svona í efri kantinum, en einhvers staðar á bilinu 150-160 krónur evran, hugsa ég, þegar þú spyrð mig svona óundirbúið.“

Jópn Bjarki segir skemmtilegt að fara í gegnum þessa pælingu og bendir á að almennt vilji menn hafa borð fyrir báru þegar skiptigengi sé ákveðið. „Þá er ég ekki að segja með þessu að það sé þá endilega vegna þess að krónan sé allt of sterk, heldur vegna þess það hafa verið varúðarsjónarmið þegar lönd hafa verið í aðflugi að evru, menn hafa frekar viljað setja gengið í lægri kantinum en hitt.“

Já, það er nú kannski ekki nýlegt dæmi, en þó, við munum það sjálfsagt báðir þegar breska pundið sprakk.

„Já, já, þarna á tíunda áratugnum. Já, já, þetta er alltaf notað sem sýnidæmi fyrir það af hverju fastgengisstefna er ómöguleg án þess að hafa mjög trúverðugan bakstuðning. Ef það er almenn skoðun að gengið sé of sterkt og seðlabanki sem hefur ekki efni á því heldur genginu uppi þá fer illa eins og gerðist þar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“

Ásthildur Lóa fær hrós úr óvæntri átt – „Mér finnst við eiga að viðurkenna og segja það þegar vel er gert“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum

Runólfur Ólafsson: Komið að skuldadögum – einkabíllinn niðurgreiðir þungaflutninga á þjóðvegunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Trúir og treystir forsætisráðherra Trump og hans liði virkilega!?
Hide picture