fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Það er tímabært að meirihlutinn ráði

Eyjan
Laugardaginn 27. júlí 2024 17:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í senn eðlilegt og ögrandi að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar kalli eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hún er einfaldlega að svara kalli þjóðarinnar. Og raunar áköfu ákalli, eins og margar og síendurteknar skoðanakannanir sýna.

En hún er um leið að koma við kaunin á flokksforkólfum sem þora ekki að færa þjóðina nær þeim evrópsku gildum sem snúast um framsækni á öllum sviðum atvinnulífs, menningar og vísinda, í blóra við sérhagsmuni, einmitt til að stuðla að sem mestum réttindum fyrir framleiðendur og neytendur.

Og þar er komið alfa og ómega ESB.

Á meðan eru samkeppnishömlur hertar á Íslandi. Og einokun fest í sessi. Af ráðamönnum sjálfum.

En staðan er akkúrat þessi. Og Íslendingar verða að átta sig á henni. Annaðhvort eru þeir partur af Evrópu eða upp á sjálfa sig komnir. Það er ekki bæði sleppt og haldið. Og það stappar nærri sjálfhæðni að vilja hanga aftan í ESB, en vera ekki fullgildur hluti af sambandinu.

„Það er ekki til meira fullveldisafsal en að vera hluti samnings án þess að geta haft raunveruleg áhrif á hann.“

Og þar kemur að stærstu þversögninni í öllum samanlögðum málflutningi þeirra sem gjalda varhug við nánara Evrópusamstarfi. Þeir þora ekki út úr Evrópska efnahagssamstarfinu, EES, af því að þeir vita af augljósum ávinningnum af honum á öllum sviðum samfélagsins, en segja fulla aðild beinlínis aðför að fullveldi þjóðarinnar.

Halló!

Það er ekki til meira fullveldisafsal en að vera hluti samnings án þess að geta haft raunveruleg áhrif á hann. En þannig er einmitt komið fyrir Íslendingum. Þeir eru svo ánægðir með ávinninginn af EES-samningnum, sem er ótvíræður, og um það deilir enginn, að þeir eru tilbúnir að taka við hvaða lagasetningu sem er, í krafti hans, án þess að hafa þar nokkur áhrif. Og þeir kjósa fremur að vera áhorfendur að reglusetningunni en að taka þátt í henni. Af ótta við útlendinga. Einum saman.

Og væla svo daginn langan yfir því að það sé verið að þröngva yfir þá útlensku kanselíi.

Einmitt í sömu andrá og þeir hafa neitunarvaldið í hendi sér. En þora ekki að þiggja það. Og verða á meðal þingmanna við evrópska lýðræðisborðið og hafa þar eitt og sama atkvæðið á borð við aðrar þjóðir sem eru tugmilljónum fleiri en Íslendingar. Vera ein þjóð með eitt atkvæði. Jafnan atkvæðisrétt á við Bretland, Frakkland og Þýskaland. Það merkja raunveruleg völd. Og þeim afsölum við okkur, enn sem fyrr. Út af nesjamennskunni einni saman. Hræðslunni við frændþjóðir!

Því heldur viljum við híma heima, atkvæðalaus, alsæl með EES-samninginn, án þess að geta haft áhrif á framvindu hans. Og jafnvel sú barátta er kölluð fullveldisást. Að halda áfram að hafa ekki áhrif! Æ, volaða þjóð! Og sú hin sama sem þekkir ekki möguleika sína!

Hér gildir nefnilega að þekkja vini sína og gildi.

Og þess vegna er tímabært að fara að vilja Viðreisnar í þessum efnum – og haga sér í einhverju samræmi við almennan vilja þjóðarinnar.

En hinn kosturinn er auðvitað sá að minnihlutinn ráði áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Var Kurt Cobain myrtur?
Albert kominn í tíuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila

Steinunn Ólína skrifar: Vanþekking á sveppum varð þeim að aldurtila
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Af setningarhátíðum og guðlasti

Björn Jón skrifar: Af setningarhátíðum og guðlasti
EyjanFastir pennar
27.07.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Rafmagnsbíll, nei takk

Óttar Guðmundsson skrifar: Rafmagnsbíll, nei takk
EyjanFastir pennar
26.07.2024

Steinunn Ólína skrifar: Að útskrifa sjálfan sig

Steinunn Ólína skrifar: Að útskrifa sjálfan sig
EyjanFastir pennar
19.07.2024

Steinunn Ólína skrifar: Kennslustund í sumarúða

Steinunn Ólína skrifar: Kennslustund í sumarúða
EyjanFastir pennar
18.07.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár