fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Jón Bjarki Bentsson: Krónan setur lífeyrissjóðunum þröngar skorður – getur skaðað lífskjör eldra fólks í framtíðinni

Eyjan
Föstudaginn 26. júlí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smæð íslensku krónunnar gerir það að verkum að Seðlabankinn og stjórnvöld sjá sig knúin til að setja reglur sem í raun setja íslensku lífeyrissjóðina í gjaldeyrishöft. Jón Bjarki Bentsson telur heppilegra að rýmka mjög heimildir sjóðanna til erlendrar fjárfestingar, jafnframt því sem hann telur auknar heimildir þeirra til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði styðja við og auka fjölbreytni á íslenskum leigumarkaði. Jón Bjarki er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Hér má hlusta á stutt brot úr þættinum:

Markadurinn  - Jón Bjarki Bentsson- 3.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Jón Bjarki Bentsson- 3.mp4

„Það er eiginlega tvíþætt áskorun fyrir regluverkið; annars vegar að passa þeim mun betur að samkeppni sé eftir sem áður virk á milli þeirra á þessum fjármögnunarmörkuðum og ramminn sé skýr, en líka þetta, að þeim séu ekki settar óhóflegar skorður í því hvernig þessu fjármagni er ráðstafað því að þetta er nú það sem fyrir okkur liggur að lifa á á efri árum og ég held að því fleiri möguleika sem lífeyrissjóðirnir hafa til fjárfestinga, án þess að settar séu einhverjar ónauðsynlegar skorður, þær skorður sem séu settar séu rökréttar, því betur komum við og okkar fólk til með að hafa það í ellinni,“ segir Jón Bjarki.

Hann segir alla slökun á regluverki og það t.d. að nú sé farið að hækka þakið á erlendum fjárfestingum þeirra vera mjög til bóta. „Ég var reyndar og er þeirrar skoðunar að það sé óþarfi í rauninni að fara fetið eins og verið er að gera núna. Þetta mjakast upp, fyrst var tekin 1,5 prósenta hækkun og verður held ég næstu ár, svo eitt prósent á ári. Ég þekki nú fólk víða í lífeyrissjóðakerfinu og ég veit að þetta er skynsamt fólk sem ber hag umbjóðenda sinna fyrir brjósti. Þau myndu aldrei fara að missa sig í óhóflegum erlendum fjárfestingum, jafnvel þó að þessar reglur væru rýmkaðar mun hraðar, þannig að ég hefði viljað sjá þetta gerast hraðar.“

Jón Bjarki nefnir líka heimildir lífeyrissjóða til fjárfestinga í íbúðarhúsnæði sem hafa nú verið rýmkaðar. Hann telur að það styðji við og geri jafnvel fjölþættari flóruna af stærri leigufélögum.

Aðspurður um hömlurnar sem settar eru á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, hvort þær séu ekki skýr birtingarmynd þess að gjaldmiðillinn sé vandamál á Íslandi, segir Jón Bjarki ljóst að gjaldmiðillinn sé að minnsta kosti áskorun. „Myntin okkar er annað hvort minnsta eða næstminnsta fljótandi minnt í heimi, ég man hreinlega ekki hvaða annar gjaldmiðill er þarna að keppa við okkur, en miðað við hvað hún er pínulítil þá hefur okkur nú gengið betur heldur en árin fram að hruni að eiga við þessa litlu mynt. En það kostar að vera með litla sjálfstæða mynt og sá kostnaður birtist með mörgu móti. Þetta er ein birtingarmyndin, að Seðlabankinn sér sig knúinn, og stjórnvöld, til þess að hafa svona reglur sem eru ekki í alla staði heppilegar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture