fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Eyjan

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Eyjan
Mánudaginn 22. júlí 2024 19:01

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og forsetaframbjóðandi, liggur nú undir feld varðandi stofnun á nýjum stjórnmálaflokk. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV en í henni kemur fram að fréttastofan hafi haft spurnir af fundarhöldum ónægðra íhalds- og sjálfstæðismanna sem finni sér ekki sess meðal þeirra núverandi stjórnmálaflokka.

Í nýafstöðnum forsetakosningum hlaut Arnar Þór 5,08% fylgi og varð í sjötta sæti af þeim sem buðu sig fram. Athygli vakti þó í kosningabaráttunni að dyggur hópur virtist styðja Arnar Þór sem lét vel í sér heyra á samfélagsmiðlum og athugasemdakerfum fjölmiðla. Þá voru margir á því að Arnar Þór myndi mögulega koma til greina sem oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en hugur hans stefnir mögulega ekki á þær slóðir.

Segir Arnar Þór, sem um tíma var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við RÚV að fjölmargir hafi komið að máli við sig og hvatt sig til að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Undirbúningsvinna hafi þegar farið af stað og í raun ætti Arnar Þór nú aðeins eftir að ákveða hvort hann myndi hrökkva eða stökkva.

Ákvörðun eigi að liggja fyrir um miðjan ágústmánuð en þá muni hann snúa heim úr sumarfríi.

Nánar má lesa um málið á vef RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn: Áslaug Arna með naumt forskot en Guðrún sögð líklegri til að auka fylgið
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!

Thomas Möller skrifar: Þéttum raðirnar í Evrópu!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu

Orðið á götunni: Sægreifarnir herða tökin – vilja formann og varaformann – Sjálfstæðisflokkur í brattri brekku velur forystu