fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Pólitískur gereyðingarmáttur Íhaldsins

Svarthöfði
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er áhugamaður um pólitík, pólitíska sögu og kvikmyndir. Skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna hafa vakið athygli hans og hann finnur að í vændum kunni að vera söguleg tíðindi í íslenskum stjórnmálum, jafnvel geti þetta orðið sögulegt á alþjóðlegum skala.

Sem kunnugt er verða þingkosningar hér á landi í síðasta lagi í september á næsta ári. Fáum dylst að núverandi ríkisstjórn er sprungin, þar innandyra er hver sáttarhöndin upp á móti annarri. Vitaskuld ætti þegar að boða til þingkosninga en stjórnarflokkarnir streitast við og flestir telja að ástæða þess að ríkisstjórnin hangir einhvern veginn, þótt líflaus sé, sé sú að staða stjórnarflokkanna, eins og hún birtist í skoðanakönnunum, sé svo bágborin að þeir þori hreinlega ekki í kosningar nú – vilji frekar treysta á að eitthvað lagist og málin reddist.

Svarthöfði er ekki frá því að nýjustu skoðanakannanir gætu orðið til þess að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna endurskoði hug sinn í þessum efnum. Þær sýna nefnilega að staðan er ekkert að skána heldur versnar hún dag frá degi. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í sögulega lélegar kosningar þar sem flokkurinn gæti í fyrsta sinn í sögunni fengið undir fimmtungi atkvæða. Samstarfsflokkarnir standa enn verr, margt bendir til þess að VG muni þurrkast út og í síðustu Gallup könnun kemur fram að Framsókn er líka við það að þurrkast út af þingi.

Löngum hefur farið það orð af Sjálfstæðisflokknum að ríkisstjórnarsamstarf við hann sé ávísun á fylgistap samstarfsflokka hans. Nú virðist keyra um þverbak og báðir samstarfsflokkarnir komnir í bráða útrýmingarhættu. Hver hefði trúað því að hugarfóstur Jónasar frá Hriflu, sjálfur Framsóknarflokkurinn – flokkurinn sem var sérstaklega hannaður til að staðsetja sig á miðjunni til að hvorki væri hægt að mynda ríkisstjórn til hægri né vinstri án hans, yrði við það að þurrkast út eftir nokkurra ára ríkisstjórnarsamstarf bæði til hægri og vinstri?

Svarthöfði er þeirrar skoðunar að í þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafi Sjálfstæðisflokkurinn sýnt að hann býr yfir þvílíkum gereyðingarmætti að nafni hans úr kvikmyndinni Star Wars yrði fullsæmdur af.

Ekki er vitað til þess að áður hafi það gerst í stjórnmálasögunni að einum ríkisstjórnarflokki hafi tekist að þurrka út báða samstarfsflokka sína og helminga eigið fylgi um leið. Nú eru líkur á að einmitt þetta gerist á Íslandi, sem enn sem fyrr er einstakt land og setur heimsmetin í búntum, alla vega miðað við höfðatölu.

Nú bíður Svarthöfði spenntur og fylgist með framhaldinu í pólitíkinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin