Uppbygging íslenska auðlindafyrirtækisins Amaroq Minerals á Nalunaq-námvinnslunni í Suður-Grænlandi gengur vel. Þar er að finna umtalsvert magn af gulli í jörðu sem og talsvert magn af öðrum verðmætum málmum. Er reiknað með að vinnsla hefjist á svæðinu í lok þessa árs.
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot af uppbyggingunni sem á sér stað á svæðinu.
Múte Bourup Egede, forsætisráðherra Grænlands, heimsótti svæðið á dögunum og kynnti sér uppbygginguna.
„Uppbygging vinnslusvæðsins í Nalunaq gengur afar vel og okkur miðar vel á þeirri leið að hefja þar gullvinnslu. Það er með mikilli ánægju sem við deilum myndbandsupptöku af framvindu mála á svæðinu. Þá var afar gleðilegt að taka á móti Múte Bourup Egede, forsætisráðherra Grænlands sem heimsótti vinnslusvæðið og kynnti sér framvindu framkvæmda á svæðinu,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq Minerals, í fréttatilkynningu.