fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Eyjan

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Eyjan
Mánudaginn 15. júlí 2024 14:04

Icelandair var stundvísasta stóra flugfélagið í Evrópu í júní.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í júní samkvæmt greiningafyrirtækinu Cirium, sem sér hæfir sig í flug- og ferðageiranum. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er sambærilegt við stundvísi félagsins í maí.

Þetta kemur fram á fréttavefnum FF7.is.

Í öðru sæti á lista Cirium er spænska flugfélagið Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta, en úttekt Cirium tók einungis til stærri flugfélaga í álfunni og var Play því ekki með, en samkvæmt tölum flugfélagsins sjálfs voru 91 prósent flugferða þess á áætlun í júní.

Þrátt fyrir þessa miklu stundvísi íslensku flugfélaganna stóðst áætlun heimaflugvallar þeirra, Keflavíkurflugvallar, aðeins í 74 prósent tilvika í mánuðinum, samkvæmt tölum frá Cirium, sem er fimm prósentustigum lakari stundvísi en í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“