fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Eyjan

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Eyjan
Mánudaginn 15. júlí 2024 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í júní samkvæmt greiningafyrirtækinu Cirium, sem sér hæfir sig í flug- og ferðageiranum. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er sambærilegt við stundvísi félagsins í maí.

Þetta kemur fram á fréttavefnum FF7.is.

Í öðru sæti á lista Cirium er spænska flugfélagið Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta, en úttekt Cirium tók einungis til stærri flugfélaga í álfunni og var Play því ekki með, en samkvæmt tölum flugfélagsins sjálfs voru 91 prósent flugferða þess á áætlun í júní.

Þrátt fyrir þessa miklu stundvísi íslensku flugfélaganna stóðst áætlun heimaflugvallar þeirra, Keflavíkurflugvallar, aðeins í 74 prósent tilvika í mánuðinum, samkvæmt tölum frá Cirium, sem er fimm prósentustigum lakari stundvísi en í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkarnir þurfa ekki að endurgreiða krónu af styrkjunum

Flokkarnir þurfa ekki að endurgreiða krónu af styrkjunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“

Gagnrýnir þvaður og áróður um húsnæðisvandann á Íslandi – „Það er búið að mata þessa mýtu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór ætlar ekki í formannsslaginn

Guðlaugur Þór ætlar ekki í formannsslaginn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna

Svona ætlar ríkisstjórnin að ná stjórn á Airbnb og annarri skammtímaleigu til ferðamanna