fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Eyjan

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Eyjan
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 09:10

Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrú Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir meirihluta borgarstjórnar hafa svæft tillögur flokksins um viðbrögð við auknum fjölda rafhjólaslysa og dragi lappirnar varðandi viðbrögð við vandanum. Bendir Kjartan á að tillagan, sem snýr að betri merkingum á göngu- og hjólreiðastígum borgarinnar, aukinni fræðslu í skólum og aukið umferðaeftirlit lögreglu, hafi verið flutt á borgarstjórnarfundi í september 2022 og henni hafi einróma verið vísað til umverfis- og skipulagsráðs borgarinnar til frekari meðmferðar.

„Þar hef­ur til­lag­an þó ekki enn verið tek­in fyr­ir þrátt fyr­ir að margoft hafi verið minnt á hana. Er þetta eitt margra dæma um slaka stjórn­sýslu hjá Reykja­vík­ur­borg. Því miður er það rík til­hneig­ing hjá meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar að taka ekki til­lög­ur minni­hluta til efn­is­legr­ar meðferðar og svæfa þær þannig. Slæmt er þegar það hef­ur í för með sér að brýn­ar úr­bæt­ur í um­ferðarör­ygg­is­mál­um kom­ast ekki á dag­skrá eins og raun­in er í þessu til­viki,“ skrifar Kjartan í  aðsendri grein í Morgunblaðið.

Bendir hann á að vandinn fari vaxandi en alls voru skráð 131 rafhlaupahjóla slys á síðasta ári samkvæmt skýrslu Sam­göngu­stofu um um­ferðarslys á ár­inu 2023. Talið er að slysin séu mun fleiri.

Kjartan Magnússon – Mynd/Facebook

„Þessi þróun á sinn þátt í því að slysamark­mið um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar stjórn­valda hafa ekki náðst. Í fyrra nam fjöldi lát­inna og al­var­legra slasaðra í um­ferðinni 237 manns, sem er um 60% yfir mark­miðum. 28% þeirra sem slösuðust al­var­lega í um­ferðinni á síðasta ári voru á reiðhjóli eða raf­hjóli. Þar af var tæp­ur helm­ing­ur á raf­hlaupa­hjóli eða um 13% af þeim sem slösuðust al­var­lega. Þó er talið að um­ferð raf­hlaupa­hjóla sé aðeins um 1% af allri um­ferð. Einn hjól­reiðamaður beið bana og 246 slösuðust, þar af 65 al­var­lega,“ skrifar Kjartan.

Hann segir mikil brögð að því að létt­um bif­hjól­um, bæði raf­knún­um og bens­índrifn­um, sé ekið eft­ir göngu- og hjóla­stíg­um, langt yfir þeim 25 kíló­metra há­marks­hraða sem gild­ir þar.

„Meiri­hluti bif­hjóla­manna fer að regl­um en ljóst er að of marg­ir virða ekki hraðaregl­ur. Mörg dæmi eru um að raf­hjól­um sé ekið svo hratt ná­lægt gang­andi eða hjólandi veg­far­end­um að liggi við stór­slysi. Þá eru dæmi um að for­eldr­ar banni ung­um börn­um sín­um að fara út á hjóla­stíga borg­ar­inn­ar því þeir séu orðnir að hraðbraut­um fyr­ir vél­knú­in far­ar­tæki, þ.e. raf­hjól,“ skrifar Kjartan og telur að aðgerða sé þörf.

Hér má lesa grein borgarfulltrúans í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Miskunnsamur Samverji lögum samkvæmt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum

Ólafur Stephensen: Samkeppnisyfirvöldum kippt út – eins og dómarinn sé tekinn út af og annað liðið ráði reglunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“