fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna – Halla hafi verið sú eina sem stóð upprétt eftir „aðfarir dauðasveitar Katrínar“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 4. júní 2024 22:30

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist aldrei hafa orðið vitni að jafn skaðræðislegri og ómerkilegri kosningabaráttu en hjá Katrínu Jakobsdóttur í yfirstöðnum kosningum. Þar hafi meðal annars Morgunblaðið og RÚV spilað stóra rullu.

„Friðjón nokkur Friðjónsson kosningastjóri Katrínar heldur þeim málflutningi hennar til streitu að kosningabarátta hennar hafi verið heiðarleg, sanngjörn og skemmtileg. Ekki ætla ég Katrínu að hafa haft fulla vitneskju um allt það sem gekk á en svo skyni skroppin er hún ekki, að vita ekki fullvel, að hefji maður yfirleitt samstarf við óheiðarlegt og siðlaust fólk þá er sjaldnast von á góðu,“ segir Steinunn Ólína í færslu á samfélagsmiðlum sem ætluð er til að losa hana við „óþolið úr kerfinu.“ Vonandi þurfi hún svo ekki að ræða meira um þennan „smánarblett á pólitískri sögu landsins“ meira.

Segist Steinunn Ólína aldrei hafa orðið vitni af jafn skaðlegri og ómerkilegri kosningabaráttu en þessari.

„Sú grimmd og heift og frekja snýr ekki að sjálfri mér heldur að þeim andstæðingum sem sjálftökufólkið í hirð Katrínar sýndi verðum frambjóðendum í aðdraganda kosninganna,“ segir Steinunn Ólína. „Hvernig Katrín hélt hún gæti rambað úr stóli forsætisráðherra í stól forseta með þá lygi á lofti að hún hefði yfirgefið stjórnmálin með skaðræðis aðfararfrumvörp að þjóðarheill heit úr eigin kviði á borði þingsins.“

Sóðaskapur í Spursmálum

Eins og áður hefur verið fjallað um nefnir Steinunn Ólína lýsingu Baldurs Þórhallssonar á því að hann hafi verið beðinn um, af hálfu stuðningsfólks Katrínar, að draga framboð sitt til baka.

Segir hún einnig að annars konar sóðaskapur hafi komið úr þeim ranni gagnvart Baldri.

Sjá einnig:

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

„Hvernig sóðasveit Katrínar kom sögum á kreik um persónlegt líf hans og gerði að almannaróm löngu áður en sá ómerkilegi Stefán Einar gerði sig að fífli fyrir framan alþjóð í þætti hans Spursmálum. Hvernig því var dreift um samfélagið að Baldur væri lyginn og ómerkilegur hervæðingarsinni. Hvernig honum var af fjölmiðlum nuddað upp úr Icesave,“ segir Steinunn Ólína.

Fréttamenn RÚV gerðu sig að fíflum

Halla Hrund Logadóttir hafi fengið sams konar meðferð. Meðal annars hafi verið reynt að gera störf hennar hjá Orkustofnun ómerkileg þegar hún hafi verið ein af þeim fáu sem staðið hafi í lappirnar fyrir hönd landsmanna hjá þeirri stofnun.

„Dregin á hárinu endurtekið fyrir að hafa tekið fund í embætti sínu, fund sem nota bene hafði engin áhrif. Gert grín að óvana hennar í fjölmiðlum og látbragði. Reynt að gera hana að glæpamanni fyrir að hafa myndskeið í kosningamyndbandi sínu sem hún sjálf bar enga ábyrgð á,“ segir Steinunn Ólína og beinir hún einnig spjótum sínum að RÚV.

Sjá einnig:

Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund:„Furðulegar spurningar satt að segja“

„Sjálft Ríkisútvarpið í síðustu kappræðum reyndi að nudda henni upp úr máli sem engan annan tilgang hafði en að reyna að leggja fyrir hana gildru og kom erindi hennar ekkert við,“ Steinunn Ólína. RÚV hafi einnig þjónkað Katrínu eina og ákveðið að hafa seinni kappræður tvískiptar þrátt fyrir beiðni hinna ellefu um að hafa þær með sama sniði og þær fyrri.

„Hvernig Ríkisútvarpið kom öðruvísi fram við Katrínu en aðra frambjóðendur svo allir frambjóðendur tóku eftir og hlógu að sín á milli. Lotningin gagnvart hugsanlegum forseta og fyrrum forsætisráðherra gerði alla fréttamenn RÚV að fíflum,“ segir Steinunn Ólína.

Peningaaustur í auglýsingar

Þá segir hún að Valhöll hafi ráðið fólk til vinnu fyrir framboð Katrínar grímulaust. Peningaaustrið í framboð hennar hafi ofboðið þjóðinni. Meðal annars auglýsingar á milli þátta í síðustu kappræðunum á RÚV.

Sjá einnig:

Orðið á götunni:Sægreifar kosta framboð Katrínar

„Andstyggilegt var það og andstyggilegt verður það áfam í manna minnum. Við skulum muna að þeir sem hampa henni mest studdu manneskju sem treysti því Bjarni gæti keypt handa henni Bessastaði í skiptum fyrir forsætisráðuneytið hvar hún hefur setið á svikráðum við þjóð sína undanfarin ár og samviskusamlega lagt blessun sína yfir arðránsfrumvörp sem eyðileggja, munu verði þau einhverntíman að veruleika, framtíð allra sem á eftir okkur koma,“ segir Steinunn Ólína í sinni eldræðu.

Menningarpáfar með léleg ljóð

Beinir hún einnig spjótum sínum að fólki úr menningarlífinu sem hafi hæst látið í aðdraganda kosninga og „klesst sér þétt upp við skapara sinn og atvinnuveitanda til margra ára.“

„Íslenskir menningarpáfar með sitt andlausa raus, sín lélegu ljóð og ömurlegu sakamálasögur væri hollt að lesa meira af amerískum litteratúr og sjálfshjálparbókum til að horfa í spegilinn og auka víðsýni sína ofurlítið,“ segir Steinunn Ólína.

Eins og fyrr er sagt hafi Halla Tómasdóttir, sigurvegari kosninganna, verið sú eina sem staðið hafi upprétt „eftir aðfarir dauðasveitar Katrínar.“

„Halla er manneskjuleg, hlý og forvitin. Hún trúir á mannsandann og samtalið en ekki ískalt yfirboðandi regluverkið sem drepur allt sem fyrir verður,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn