fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Glappaskot utanríkisráðherra hefur alvarlegar afleiðingar – ekki öll sagan sögð enn

Eyjan
Föstudaginn 28. júní 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að árás tölvuþrjóta á Morgunblaðið um liðna helgi sé ekki tilkominn vegna þess að mikilvægt hafi verið talið að gera þessum íslenska fjölmiðli skráveifu og trufla útgáfu hans, tölvuþrjótum, rússneskum sem öðrum, standi slétt sama um Morgunblaðið, ritstjóra blaðsins og eigendur.

Orðið á götunni er að sú aðgerð þáverandi og núverandi utanríkisráðherra Íslands síðasta sumar að loka formlega sendiráði Íslands í Moskvu hafi farið öfugt í rússneska ráðamenn. Smáríkið, jafnvel mætti nota hér hugtakið örríki, Ísland er eina ríkið sem hefur lokað sendiráði sínu í Moskvu í mótmælaskyni við hernað Rússa í Úkraínu.

Orðið á götunni er að rússneskum ráðamönnum hafi lítt verið skemmt þegar utanríkisráðherra ákvað að loka sendiráðinu. Að sönnu skipti eitt sendiráð smáríkis í Moskvu ekki ýkja miklu máli, en eftir er tekið þegar svona er gert, jafnvel þegar smáríki á í hlut.

Ísland er það vestræna ríki sem notið hefur hvað mestrar vináttu Rússlands og áður Sovétríkjanna. Sovétríkin stóðu ávallt þétt með Nató-ríkinu Íslandi og létu íslensk fyrirtæki njóta viðskiptakjara sem þeim stóðu ekki til boða hjá bandalagsþjóðum. Má þar nefna margvísleg kaup á sjávarafurðum frá Íslandi. Ísland fékk olíu frá Rússlandi og þurfti ekki að greiða fyrir með hörðum gjaldeyri heldur voru alls kyns furðulegar sjávarafurðir teknar sem greiðsla á móti. Hver man ekki eftir gaffalbitunum ónýtu sem Sovétmenn tóku á móti með glöðu geði en engin leið hefði verið að losnað við slíkan úrgang á frjálsum markaði.

Rússland Pútíns er vitaskuld ekkert annað en framlenging Sovétríkjanna, án skrifræðisins og með enn meiri spillingu en tíðkaðist þegar Rússland var rautt. Orðið á götunni er að Pútín og félögum þyki kálfurinn ekki launa ofeldið vel og litið sé á lokun sendiráðsins í Moskvu sem ruddalega móðgun af hálfu þess sem síst skyldi.

Orðið á götunni er að alls ekki geti talist ólíklegt að frumhlaup utanríkisráðherra í fyrra hafi beint kastljósi tölvuþrjóta, sem njóta velvildar Rússlandsforseta, að landinu og jafnvel megi búast við frekari árásum af því tagi sem Morgunblaðið varð fyrir um síðustu helgi.

Orðið á götunni er að málsmetandi mönnum innan Sjálfstæðisflokksins þyki utanríkisráðherra hafa sýnt litla stjórnkænsku, jafnvel fullkominn dómgreindarskort, er sendiráði Íslands í Moskvu var lokað í fyrra. Fyrir lá að sendiherrann var hvort eð er á förum, en Árni Þór Sigurðsson, lét af embætti í ágúst í fyrra til að taka við sem sendiherra í Danmörku. Ef utanríkisráðherra vildi senda Rússum einhver skilaboð í tengslum við þau tímamót hefði verið nær að bíða með að skipa nýjan sendiherra í Moskvu, fullkomlega óþarft hafi verið að loka sendiráðinu og ekki sjái fyrir endann á afleiðingunum sem það glappaskot geti haft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið

Steinunn Ólína skrifar: Fimmta sætið