fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Eyjan

Þetta tvennt skiptir einkum máli fyrir andlega heilsu Brynjars – „Finn fyrir kvíðaverkjum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 12:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, samfélagsrýnir, segir einkum tvennt skipta máli fyrir andlega heilsu hans og líðan. „Annars vegar gengi Valsmanna í kappleikjum og hins vegar staða Sjálfstæðisflokksins hjá þjóðinni. Ekki þarf ég að kvarta yfir hinu fyrrnefnda en ég finn fyrir kvíðaverkjum yfir stöðu Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Mér finnst hann nefnilega eiga meira skilið. Efast ekki um að meðlimir annarra flokka finnist það sama um sinn flokk.“

Segir Brynjar Sjálfstæðisflokkinn vera og hafa verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum frá stofnun lýðveldisins en verða það ekki mikið lengur ef fer fram sem horfir. „Á þeim áttatíu árum hafa lífskjör almennings gjörbreyst og er nú svo komið að hér á landi eru hæstu laun í öllum tekjuhópum nema hjá þeim allra tekjuhæstu. Meðallaun á vinnumarkaði eru þau hæstu og við erum á toppnum í flestum mælikvörðum um velferð og jöfnuð. Í þessum efnum höfum við verið á sérstakri hraðferð síðasta áratuginn. Meginástæðan fyrir þessum breytingum á hagsældinni og almennri velferð frá lýðveldisstofnun er virkjun fallvatna og jarðvarma með tilheyrandi stóriðju, aukið  frelsi í viðskiptum, farsælt fiskveiðistjórnunarkerfi og stórbætt umhverfi fyrir nýsköpun. Ekki má gleyma öflugri ferðaþjónustu og fiskeldi, sem hefur skipt okkur miklu máli. Frelsið er hér lykilatriðið.“

Brynjar segir þó að ekkert af þessu breyti því að „það líður ekki sá dagur að óánægður sjálfstæðismaður hefur samband við mig með gagnrýni af ýmsum toga og það þrátt fyrir að ég sé ekki lengur á þingi og beri enga ábyrgð á ríkisstjórninni. 

Algengar aðfinnslur eru að þingmenn tali ekki fyrir stefnunni, láti litlu samstarfsflokkana vaða yfir allt og alla, stöðnun í orkumálum, brugðist seint við í stjórnlausu hælisleitendakerfi, stöðvun hvalveiða og aðför að atvinnufrelsinu, ekki gætt hagsmuna Íslendinga í þessum tilgangslausu loftslagssamningum, lúxussplæs í óþarfa meðan innviðir sitja á hakanum og íþyngjum atvinnulífinu og einstaklingum með óþarfa regluverki,“ segir Brynjar sem segir spjallinu yfirleitt ljúka með að viðkomandi sjálfstæðismaður tilkynni honum að hann treysti sér ekki til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn áfram.

„Ekki ætla ég að gera lítið úr þessari gagnrýni og hún á að einhverju leyti rétt á sér. En svar mitt við óánægða sjálfstæðismenn er alltaf það sama: Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Bæti því gjarnan við að stöðugt veikari Sjálfstæðisflokkur geri það að verkum að áhrif okkar verða minni og stefnumál nái síður fram að ganga. Það mun ekki skána með því að veikja hann enn frekar. Bið einnig menn að horfa á heildarhagsmunina og láta ekki einstök mál ráða afstöðunni eingöngu, sérstaklega þegar við erum í þeirri stöðu að vera í samsteypustjórn þriggja flokka. Bendi þeim svo á í lokin að það sé óþekkt í Íslandssögunni að aðrir flokkar hafi gert betur. Auðvitað hafa þessi spakmæli mín engin áhrif enda ræður enginn við tilfinningar fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: V og D á svissneskum vogarskálum

Þorsteinn Pálsson skrifar: V og D á svissneskum vogarskálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið