fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Eyjan

Grace skrifar: Nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur

Eyjan
Fimmtudaginn 27. júní 2024 07:30

Grace Achieng Mynd: Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytt samfélagsgerð á Íslandi kallar á nauðsyn þess að koma á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur eins og tíðkast víðast í nágrannalöndunum með áherslu á tungumálainngildingu og íslenskukennslu. 

Í ræðu minni hjá Danska sendiráðinu þann 19. júní, fékk ég tækifæri til þess að tala um mikilvægi tungumálalegrar inngildingar fyrir jafnrétti og inngildingu innflytjenda (kvenna og jaðarsettra) hópa á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu, en það var efni B.A. ritgerðar minnar. 

Ég bar stöðuna á Íslandi saman við samþættingarstefnu Finnlands. 

Fræðimenn hafa rannsakað málefnin á margvíslegan hátt og fram hefur komið að tungumálið er ekki einungis jafnréttismál heldur líka mannréttindamál. 

Verkefnið Fjölbreytni, jöfnuður, sanngirni og inngilding og nám án aðgreiningar í kennslu annars máls hefur varpað ljósi á marga þætti og hugtök í tengslum við tileinkun annars máls, t.a.m. að tungumálið er ekki bara kerfi orða og setninga, heldur einnig félagsleg venja þar sem samið er um sjálfsmyndir og óskir í samhengi við flókin og stundum ójöfn félagsleg tengsl. 

Í gegnum tungumálið skilgreini einstaklingur sjálfan sig eftir miklar samningaviðræður á mismunandi tímum og stöðum. Það er líka í gegnum tungumálið sem einstaklingi er veittur eða meinaður aðgangur að samfélagsnetum sem gefa honum tækifæri til að tala. 

Ég tók rannsóknarviðtöl við fólk sem hefur þróað og mótað nýstárlegar kennsluaðferðir í íslensku, 

,,Íslenskuþorpið’’ og ,,Gefum íslensku séns’’ sem eiga það sameiginlegt að nota inngildandi kennsluaðferðir sem auka á gagnkvæman skilning í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi og mynda stuðningsnet á vinnustaðnum, stuðningsnet sem styður við íslenskunámið, hjálpar samstarfsfólki að kynnast og efla hvert annað í starfi. Það er inngilding. 

Fjölbreytni hefur áhrif á nýsköpun á afgerandi máta og fyrirtæki verða að velja og skuldbinda sig við fjölbreytni. Skuldbindingin lýtur að samsetningu starfsmannahópsins og inngildingu. 

-Fyrst þarf að ráða fjölbreyttan hóp starfsmanna, síðan þarf að fjárfesta í starfsmönnum og sýna stuðning. 

Fjölmenningarsamfélagið sem Ísland er orðið á að gera ráð fyrir innflytjendum bæði sem notendum og veitendum þjónustu og að taka tillit til þarfa þeirra, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Fjölbreytni snýst um framsetningu – það er, þegar allir í samfélaginu geta séð einhvern sem líkist þeim á hinu opinbera sviði, óháð þjóðerni, kynþætti, kyni og fötlun. 

Innflytjendur á íslandi skila þjóðarbúinu miklu en fá samt ekki vinnu miðað við sína menntun og hæfni. Tungumál, staðalímyndir tengdar hreim og hvaða heimsálfu fólk kemur frá, málfræðivillur o.s.frv. er notað sem ástæðu þess að þeir fá ekki störfin, samt eru fyrirtæki að úthýsa sérfræðingum. Ef fyrirtæki úthýsa ráðningum eða er með mikla starfsmannaveltu lýsir það menningu þess og að henni þurfi að breyta. 

Ísland var til langs tíma eintyngt samfélag og landsmenn þess vegna ekki vanir að heyra útlendinga reyna að tala málið, en alls konar hreimur, setningar- og beygingarvillur er hluti þess að tileinka sér nýtt tungumál. Samfélagið og vinnumarkaður verður að spila sitt hlutverk í því. 

Vissulega er rétt að mörgum innflytjendum finnst erfitt að læra íslensku og hika við að tala hana við Íslendinga af ótta við að gera mistök. Hvati kemur að gagni, ekki einungis fyrir nemendur sem læra íslensku heldur einnig til að Íslendingar tileinki sér umburðarlyndi gagnvart beygingarvillum, erlendum hreim og öðrum merkjum ófullkominnar íslensku. Hreimur er mikilvægur hlutur sem sýnir sögu og arfleifð fólksins sem talar með sínum hreim. 

Við þurfum að endurskoða mat okkar, staðalímyndir og skiptingu sem tengist því úr hvaða heimsálfum fólk er. 

Aðlögunarstefna Finnlands byggir á meginreglum jafnréttis og samfélags án aðgreiningar og leggur áherslu á mikilvægi tungumálanáms, atvinnu, menntunar og félagslegrar aðlögunar innflytjenda og að ýta frá fátækt meðal þeirra. 

Frekari áhersla er lögð á að auka hlut innflytjenda meðal háskólanema og að tryggja að fyrra nám og prófgráður hámenntaðra innflytjenda sem koma til Finnlands séu auðkenndar og viðurkenndar eins fljótt og auðið er í samræmi við innlendar venjur, þannig að hægt sé að beina einstaklingunum á réttan náms- og starfsferil. 

Í samanburði við Ísland hefur Finnland auðveldara aðgengi að upplýsingum sem varða innflytjendur með því að hafa aðeins tvo vettvanga þar sem allar upplýsingar er að finna. 

Finnland varð fyrir valinu í samanburði við Ísland vegna þess að aðlögunarstefna þeirra er tiltölulega ný í samanburði við önnur Norðurlönd. 

Tungumálainngilding og íslenskukennsla fyrir innflytjendur á vinnumarkaði kallar á nauðsyn þess að setja á samþættingarstefnu fyrir innflytjendur á Íslandi eins og tíðkast víðast í nágrannalöndunum. Þetta er gífurlega mikilvægt fyrir fólkið sjálft – en ekki síður fyrir íslenskuna. 

Ef þú hefur áhuga að kynna þér nánar þá hægt er að lesa ritgerðina mína hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur

Þorsteinn Pálsson: Tölurnar sýna að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er vinstri stjórn – hagstjórnin fyrir neðan allar hellur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: V og D á svissneskum vogarskálum

Þorsteinn Pálsson skrifar: V og D á svissneskum vogarskálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið