fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Eyjan

Ótrúlegar sögur um Trump í nýrri bók – Átti erfitt með að muna að hann er ekki lengur forseti

Eyjan
Miðvikudaginn 26. júní 2024 04:01

Donald Trump sækist eftir forsetaembættinu á nýjan leik en á að sögn erfitt með að muna að hann er ekki forseti eins og er. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann sagði mér, fullur sjálfsöryggis, að Joan Rivers hefði kosið hann þegar hann bauð sig fram til forseta.“

Þetta segir Ramin Setoodeh í nýrri bók sinni um Donald Trump en hún heitir „Apprentice in Wonderland“.

Hann ræddi nýlega um bókina í þættinum „The Source“ á CNN og sagði að fyrrgreind ummæli Trump hafi nú ekki verið alveg sönn. Ástæðan er að Joan Rivers lést 2014 en hún var þekktur grínisti og leikari.

Hún lést sem sagt tveimur árum áður en Trump bauð sig fyrst fram til forseta. Það liggur því í augum uppi að hún gat ekki kosið hann.

Setoodeh skýrir frá mörgu öðru varðandi Trump í bókinni sem veitir góða innsýn í líkamlegt og andlegt ástand hans.

Setoodeh tók sex viðtöl við hann og segir að Trump hafi virst „ringlaður“ í þeim öllum: „Hann hoppar úr einni sögu í aðra. Hann á erfitt með tímaröðina varðandi það sem hefur gerst,“ sagði Setoodeh og bætti við: „Hann gat orðið æstur yfir að frægt fólk hafi ekki sýnt honum virðingu þegar hann var forseti og síðan fór hann beint yfir í sögu úr „The Apprentice“.“

Setoodeh, sem er aðalritstjóri Variety, sagði einnig að Trump hafi virst einna glaðastur þegar hann ræddi um „The Apprentice“ en „reiður og dapur“ þegar rætt var um forsetatíðina.

Hann sagði að Trump hafi virst eiga erfitt með að muna að hann sé ekki lengur forseti: „Dag einn sagði hann við mig að hann þyrfti að fara upp að takast á við málefni Afganistan, en það var augljóst að svo var ekki.“

Hann rifjaði einnig upp viðtal sitt við Trump í maí 2021 en þá hittust þeir í annað sinn á skömmum tíma: „Þegar ég settist niður, virtist hann ekki vita hver ég var. Ég spurði hann því: „Manstu að við töluðum nýlega saman?“ Hann sagðist ekki muna eftir því. Hann sagði að það væri langt síðan við töluðum saman og við yrðum að byrja upp á nýtt. Síðan sagði hann mér nákvæmlega sömu sögurnar og hann sagði í fyrsta viðtalinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Frjálslyndir jafnt sem íhaldssamir án hugsjóna

Björn Jón skrifar: Frjálslyndir jafnt sem íhaldssamir án hugsjóna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið