fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júní 2024 18:30

Mynd: Góð samskipti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgjafafyrirtækið Góð samskipti hefur birt 2024 listann yfir 40 stjórnendur, 40 ára og yngri, sem spáð er frekari frama í íslensku viðskiptalífi. Listinn er gefinn út annað hvort ár og kemur nú út í fjórða sinn. 

Sú breyting er á listanum í ár frá fyrri þremur listum að mun auðveldara var að finna konur á listann en karla. Fleiri af erlendum uppruna komust á listann í ár en áður. Algengasti bakgrunnur þeirra sem eru á listanum í ár er verkfræðinám.

Yfir 700 tilnefningar 

„Farið var í gegnum ríflega 700 tilnefningar, frá um 300 aðilum (stjórnarfólki, æðstu stjórnendum, fjárfestum og fleiri. Fjölmargir fleiri ungir stjórnendur hefðu getað átt heima á listanum í ár, en við vildum tryggja dreifingu yfir atvinnugreinar og sérsvið. Eigum nokkur nöfn inni sem verða enn 40 ára og yngri árið 2026,“ segir Andrés Jónsson eigandi Góðra samskipta um listann.

Fjölmargar fyrirmyndir á listanum

Um listann segir á vef Góðra samskipta: Listinn er tekinn saman til að lyfta fólki sem hefur staðið sig vel í því vandasama hlutverki að vera stjórnandi en einnig til að gefa vísbendingu um hverjir gætu átt eftir að taka við æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum á næstu árum. Vonandi getur hann reynst fleirum gagnlegur en okkur.

Listinn inniheldur fjölmargar fyrirmyndir fyrir það unga fólk sem er að útskrifast úr námi í dag og hefur áhuga á að sækjast eftir ábyrgðarmiklum og krefjandi störfum í viðskiptalífinu en skortir e.t.v. haldgóðar upplýsingar um hvernig það geti unnið sig upp í þessi störf. Listinn getur reynst hjálplegur við að sjá hvaða leið aðrir hafa farið og hvaða tækifæri þetta fólk hefur fengið til að sanna sig á leiðinni.

Við val á listanum horfðum við til þeirra sem eru 40 ára og yngri og náð hafa langt í kröfuhörðu umhverfi eða sinna stjórnunarstöðum sem fela í sér mikla ábyrgð innan íslenskra fyrirtækja. Ekki var eingöngu horft til mannaforráða heldur líka til þess hvort um eitt af lykilverkefnum viðkomandi fyrirtækis sé að ræða. Einnig völdum við í nokkrum tilfellum fólk sem hefur samkvæmt okkar upplýsingum stærra hlutverk innan viðkomandi fyrirtækis en starfstitill þess gefur til kynna. Þá horfum við að lokum til þess hvort við teljum líkur til að viðkomandi hafi metnað og getu til að takast á hendur enn ábyrgðarmeiri störf í framtíðinni. Þá reyndum við að tryggja ákveðna dreifingu yfir atvinnugreinar og sérsvið.

Til greina á listana komu aðeins stjórnendur innan íslenskra fyrirtækja. Við litum alfarið fram hjá þeim sem stýra eigin fyrirtækjum, frumkvöðlum, ráðgjöfum, Íslendingum sem starfa hjá erlendum fyrirtækjum og stjórnendum í opinbera geiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!