fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Eyjan

Dagfari: Hverjum fórnar Sjálfstæðisflokkurinn næst?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 23. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagfari á Hringbraut fer hörðum orðum um það upphlaup Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, að fullyrða að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, væri á tvöföldum launum þann tíma sem hann þiggur biðlaun sem borgarstjóri. Dagur svaraði þessum ásökunum sjálfur og benti á að Hildur færi með fleipur. Morgunblaðið, sem sló upp ásökunum Hildar sem stórfrétt, varð að draga í land og leiðrétta fréttina strax næsta dag. Ætla má að auðvelt hefði verið fyrir bæði Hildi og Morgunblaðið að kynna sér málið áður en rokið var af stað með digurbarkalegar yfirlýsingar og ásakanir. Sums staðar þykir það einfaldlega góð blaðamennska að kynna sér málin áður en ályktanir eru dregnar og fullyrðingar settar fram.

Sem oftar er það Ólafur Arnarson sem heldur á penna Dagfara. Hann rifjar upp að 30 ár er síðan Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin í Reykjavík þegar Reykjavíkurlistinn varð til árið 1994. Hann segir flokkinn hafa tapað öllum kosningum í borginni síðan, ef frá séu taldar kosningarnar árið 2006 þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiddi listann, myndaði meirihluta með Framsókn og varð borgarstjóri í 17 mánuði en varð frá að hverfa vegna svika félaga sinna í Sjálfstæðisflokknum, Gísla Marteins Baldurssonar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Þorbjargar Vigfúsdóttur sem hafi látið andstæðingana flokksins leika á sig.

Dagfari stiklar á stóru í sorgarsögu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg frá því að Davíð Oddsson hvarf úr stóli borgarstjóra til að taka við forsætisráðherraembætti árið 1991.

„Árið 2002 hugðist flokksforystan heldur betur leika snjallan leik. Lista flokksins var stillt upp og Björn Bjarnason látinn leiða. Hann hafði gegnt ráðherrastöðu og þingmennsku. Útkoman varð þá verri en nokkru sinni fyrr og Reykjavíkurlistinn styrkti stöðu sína. Hugmyndin um Björn sem leiðtoga flokksins í borgarstjórn var andvana fædd og jók einungis á vandann.“

Fjallað er um kjörtímabilið 2006-2010, þegar tapsárir sjálfstæðismenn úr prófkjöri sviku oddvita sinn, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, og niðurstaðan varð sú að á kjörtímabilinu sátu alls fjórir borgarstjórar og í kosningunum 2010, þar sem Jón Gnarr kom, sá og sigraði, beið flokkurinn mikinn ósigur. Við tók stöðugleiki, Jón sat í heilt kjörtímabil og við af honum tók við Dagur B. Eggertsson, sem var borgarstjóri í 10 ár, fram á þetta ár.

Saga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn allt þetta tímabil er samfelld sorgarsaga og í síðustu kosningum fékk flokkurinn næstverstu útkomu sína í sögunni undir forystu Hildar Björnsdóttur sem taldi sig geta gert betur en Eyþór Arnalds en hafði rangt fyrir sér. Ólafur segir alla oddvita flokksins síðustu 30 ár ,eða svo, hafa verið einnota og veltir því fyrir sér hverjum flokkurinn fórni næst.

Kannski það sé Kjartan Magnússon.

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið