fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Eyjan

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun

Eyjan
Laugardaginn 22. júní 2024 13:41

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi hefur samþykkt ný lög um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Starfslaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á 4 árum. Einnig verða til tveir nýir sjóðir; Launasjóði kvikmyndahöfunda og Vegsemd, sjóður listamanna 67 ára og eldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Fjöldi starfslauna hefur haldist óbreyttur í 15 ár eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009. Er því um þarfa og tímabæra uppfærslu að ræða samkvæmt menningar- og viðskiptaráðherra.

„Ég er ákaflega glöð með að samstarfsfólk mitt í þinginu hafi séð tækifærin sem felast í því að fjárfesta í listafólkinu okkar. Það gleymist oft í þessari umræðu að listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind. Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur. Það er því ekki tilviljun að menning og viðskipti búa í sama ráðuneytinu, það er einmitt af því að þessir málaflokkar eiga svo fallega saman,“  er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

Ráðherra segir að listafólk landsins séu mikilvægir sendiherrar lands og þjóðar og haldi Íslandi á lofti í alþjóðasamfélaginu. Hún bendir á að fyrsta snerting Íslands við erlenda aðila sé oft í gegnum íslenska list hvort sem það er bók, tónlist eða annað listform.

„Eitt eru tekjur, þær skipta máli en það skiptir ekki síður máli að hlúa að sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Hvernig umhverfi viljum við búa við og hvað viljum við bjóða listafólkinu okkar upp á? Það er nauðsynlegt að tryggja að listamenn vilji búa og starfa hér. Fjöldi listamanna sem hefur þegið listamannalaun hefur síðar öðlast viðurkenningu á heimsvísu og skapað okkur þannig bæði mikilvæga umræðu og tekjur fyrir utan allan þann menningarlega fjársjóð sem skapast,“ segir ráðherra.

Nánar má lesa um lagabreytinguna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …

Sigmundur Ernir skrifar: Það sem helst hann varast vann …
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland

Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump með snjallan skattaleik fyrir bandarísku millistéttina – Tryggir þetta honum sigur í kosningunum?

Trump með snjallan skattaleik fyrir bandarísku millistéttina – Tryggir þetta honum sigur í kosningunum?