fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Dagur rassskellir leiðtoga minnihlutans og Morgunblaðið

Eyjan
Föstudaginn 21. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrum borgarstjóri, svarar ómerkilegum aðdróttunum Hildar Björnsdóttur, leiðtoga minnihlutans í borgarstjórn, fullum hálsi og hrekur ávirðingar hennar.

Hildur heldur því fram að Dagur hafi verið á tvöföldum launum frá því hann lét af starfi borgarstjóra í byrjun þessa árs og tók við stöðu formanns borgarráðs. Morgunblaðinu þótti þessi fullyrðing Hildar svo merkileg að blaðið sló þessu upp með þriggja dálka frétt á forsíðu blaðsins í dag með þeirri fyrirsögn að borgarstjóraskiptin hafi kostað 25 milljónir króna.

Þessu svarar Dagur fullum hálsi í færslu á Facebook í dag og vísar á bug sem ósannindum. Hann segir þar orðrétt:

„Alveg finnst mér einstakur óþarfi af Hildi Björnsdóttur og Mogganum að gefa til kynna að ég sé á tvöföldum launum þann tíma sem ég er á biðlaunum sem borgarstjóri. Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti …“

Orðið á götunni er að með þessu hafi Dagur snuprað leiðtoga minnihlutans og einnig Morgunblaðið með eftirminnilegum hætti. Hildur hljóp greinilega á sig og ekki þurfti að hvetja Morgunblaðið til dáða því að blaðið virðist vera með Dag B. Eggertsson á heilanum og hefur haldið uppi linnulausum áróðri gegn honum um árabil. Framkoma blaðsins hefur jaðrað við einelti gagnvart Degi og verið því til minnkunar.

Hildur Björnsdóttir leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum og skilaði næstminnsta fylgi sem flokkurinn hefur hlotið í borginni frá upphafi. Listinn tapaði tveimur borgarfulltrúum frá því að Eyþór Arnalds leiddi listann árið 2018. Lítið hefur farið fyrir Hildi þau tvö ár sem hún hefur verið leiðtogi minnihlutans með Flokki fólksins og Sósíalistaflokki Íslands. Tilraun hennar til að upphefja sig núna loksins mistókst með öllu.

Orðið á götunni er að Morgunblaðið ætti frekar að slá upp á forsíðu kostnaðinum við að hræra í öllu stjórnarráðinu við myndun núverandi vinstri stjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til þess eins að geta fjölgað um einn ráðherra og komið Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur fyrir sem ráðherra í óþarfa ráðuneytinu sem væntanlega verður lagt niður við myndun næstu ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar.

Kostnaðurinn við þá einkennilegu tilburði sjálfstæðismanna og samstarfsmanna þeirra í ríkisstjórn nam 2.000 milljónum króna vegna yfirstandandi kjörtímabils. Mogginn hefur ekki slegið því upp á forsíðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“