fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Sveinn Andri segir tvö atriði skýra tap Katrínar – „Gátu tugmilljóna styrkir útgerðarinnar þar engu bjargað“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 12:30

Sveinn Andri segir fólk hafa kosið gegn hinum ráðandi öflum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir nýafstaðnar forsetakosningar brjóta blað. Nokkur atriði hafi fellt Katrínu Jakobsdóttur.

„Þessar kosningar munu verða kennsluefni í kosningahegðun. Sjaldan hafa kjósendur kosið jafn taktískt; þeir kusu nánast eins og skoðanakannanir væru fyrri umferð kosninganna en kosningarnar sjálfar seinni umferðin,“ segir Sveinn Andri. En fleiri hafa nefnt nákvæmlega þennan punkt, meðal annars rithöfundurinn Illugi Jökulsson í grein á Heimildinni.

Sveinn Andri segir að Katrín sé frambærileg kona og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún vel geta orðið forseti. Orsakanna sé ekki að leita í óánægju Vinstri grænna heldur dæmigerðri hegðun kjósenda í forsetakosningum um að kjósa gegn hinum ráðandi völdum.

„Aðallega tvennt varð Katrínu að falli og gátu tug milljóna styrkir útgerðarinnar þar engu bjargað:

  1. Framboð Katrínar leiddi til þess að Bjarni Ben varð forsætisráðherra.
  2. Skrímsladeild Valhallar og Morgunblaðsins gengu til liðs við Katrínu.“

Nefnir Sveinn að Baldur Þórhallsson hafi verið sterkur framan af í kosningabaráttunni. Hann hafi hins vegar verið sjálfum sér verstur með yfirlýsingum. Þá hafi Halla Hrund Logadóttir komist á mikið skrið en skrímsladeildinni hafi tekist að veikja hana með sífelldum neikvæðum fréttum.

„Fyrir vikið og með vel skipulagðri kosningabaráttu fór Halla T á siglingu og kom sér í þá stöðu sem bæði Baldur og Halla Hrund hefðu getað verið í, að vera sá frambjóðandi í könnunum sem helst gæti veitt Katrínu og kerfinu keppni,“ segir Sveinn Andri. „Tölurnar sýna að rúmlega 10% kjósenda færðu sig frá Baldri og Höllu Hrund yfir á Höllu T í kjörklefanum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“