fbpx
Föstudagur 28.júní 2024
Eyjan

Þingmaður spyr hvort við höfum efni á barneignum – „Á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér,“

segir María Rut Kristinsdóttir varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar í grein á Vísi.

Tilefni skrifa Maríu Rutar er sú staða sem blasir við mörgum íslenskum foreldrum og fjölskyldum með ung börn. Eftir að fæðingarorlofi lýkur þá tekur við hausverkur hjá foreldrum að brúa bilið þar til barnið fær pláss á leikskóla.

Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem eignaðist sitt þriðja barn í janúar ætlaði að taka sér tólf mánaða fæðingarorlof. Í færslu sem hún birti á Instagram á fimmtudag spurði hún hvort það væri orðið lúxus að fjölga sér. Segist hún hafa nýlega fengið ábendingar um gjaldþrot vegna fæðingarorlofs.

Í viðtali í Bítinu í morgun segir Sylvía:

„Ég veit að leikskólinn er aldrei að taka við honum 12 mánaða. Ef ég ætla með hann til dagmömmu í janúar á næsta ári, þarf ég að byrja að greiða af plássinu núna í september.“ Það sé vegna þess að börn séu aðeins tekin inn til dagforeldra að hausti.
„100 þúsund krónur á mánuði. Ég þekki fólk sem er að greiða töluvert meira, hátt í 200 þúsund. Ég er að borga rúmlega 400 þúsund í heildina til að koma barninu inn. Þetta meikar engan sense og dagmæður hafa kannski bara fimm börn á mann og þurfa að fá greitt fyrir vinnuna sína. En það er ekki hægt að mismuna foreldrum eftir því hvenær árs börn þeirra fæðast.“

María Rut segir það hafa verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía opnaði umræðuna. María Rut vakti athygli á stöðunni í ræðu sinni á Alþingi á föstudag.

„Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum.“

María Rut birti ræðu sína á Instagram og segir hún yfir 120 þúsund áhorf komin á myndbandið. „Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra.“

Hvert fer tími þingmanna?

María Rut veltir fyrir sér í hvað tími þingmanna fari. „Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan.
Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn?“

Kvíðavaldur í manngerðu kerfi

María Rut segir okkar litla og samheldna samfélag hljóta að geta gert betur. Og segist hún trúa því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Þetta málefni varði okkur öll.

„Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för.“

Hvetur María Rut fólk til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börn í forgang.

„Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi.“

Sylvía átti fyrsta barn sitt fyrir tíu árum, segir hún ástandið hafa verið mjög slæmt þá og ekki hafa batnað síðan:

„Við erum með þrýstihóp sem er bugaður. Ég hef átt börn í tíu ár. Þetta var mjög slæmt þegar ég átti fyrsta strákinn minn. Ég fékk 37 þúsund í fæðingarstyrk og maðurinn minn vann eins og ég veit ekki hvað ásamt því að vera í námi. Ég upplifði mikinn kvíða og það hafði mikil áhrif á tengslamyndun og annað. Ég keypti þurrmjólk í staðinn fyrir mat fyrir mig,“ segir Sylvía.

Hlusta má á viðtalið við Sylvíu í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024

Þau komust á 40/40 listann fyrir árið 2024
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“

Brynjar hjólar í Flokk fólksins: „Píratar eru bara farnir að líta sæmilega út í þessum samanburði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun

Fleiri listamenn munu fá listamannalaun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“

Kolbrún lætur mótmælendur heyra það – „Það er ein­fald­lega ansi erfitt að taka mark á fólki sem er alltaf öskr­andi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland

Steinunn Ólína skrifar: Kæra miðaldra Ísland
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trump með snjallan skattaleik fyrir bandarísku millistéttina – Tryggir þetta honum sigur í kosningunum?

Trump með snjallan skattaleik fyrir bandarísku millistéttina – Tryggir þetta honum sigur í kosningunum?