fbpx
Sunnudagur 29.september 2024
Eyjan

Sparnaðurinn sem hlaust af skertum opnunartíma sundlauga fór í launakostnað á skrifstofu borgarstjóra

Eyjan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 20:49

Börn í Laugardalslaug. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á borgarstjórnarfundi fyrr í dag samþykkti meirihluti borgarstjórnar auknar fjárheimildir upp á 25 milljónir króna til skrifstofu borgarstjóra. Er fjármununum ætlað að mæta breytingum í starfsmannamálum skrifstofunnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Setur hún hækkunina í samhengi við afar óvinsæla aðgerð Reykjavíkurborgar sem sneri að því að stytta opnunartíma sundlauga um klukkustund um helgar. Í stað þess að loka kl.22 þá loka sundlaugarnar nú k.21.

Hildur Björnsdóttir. Skjáskot/Hringbraut.

„Það er áhugavert til þess að líta, að í ár nemur hagræðingin af þeirri aðgerð rúmum 26 milljónum króna. Það er alltaf nóg til þegar stækka á yfirbyggingu borgarinnar – en þegar kemur að því að skera niður er almennt fyrst ráðist að þjónustu við íbúana,“ segir Hildur í færslunni.

Varpar hún í kaldhæðni fram þeirri hugmynd að hætta við hækkun starfsmannakostnaðar á skrifstofu borgarstjóra og tryggja frekar óskerta þjónustu sundlauganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgar sig að vinna í þágu borgarbúa: Launahæsti borgarfulltrúinn með 1.920.430 kr. – Þá er stjórnarseta ótalin

Borgar sig að vinna í þágu borgarbúa: Launahæsti borgarfulltrúinn með 1.920.430 kr. – Þá er stjórnarseta ótalin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Fjárnám er orð dagsins – Ragnar Reykás seðlabankastjóri

Svarthöfði skrifar: Fjárnám er orð dagsins – Ragnar Reykás seðlabankastjóri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Arnar Þór fékk engin viðbrögð frá Miðflokksmönnum og stofnar því eigin flokk

Arnar Þór fékk engin viðbrögð frá Miðflokksmönnum og stofnar því eigin flokk
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum

Thomas Möller skrifar: Falleinkunn á fjórum sviðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir

Þorgerður Katrín: Afsölum ekki fullveldinu heldur beitum því til að styrkja okkur í samstarfi við aðrar þjóðir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar

Ekki sátt um nýtt merki Pírata í Kópavogi – Mögulega brot á höfundarrétti Kópavogsbæjar