fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Eyjan

Diljá er kominn með nóg af „gegndarlausum“ launakostnaði – Allt of margir ríkisstarfsmenn fá allt of mikið greitt fyrir yfirvinnu

Eyjan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir segir fjölgun opinberra starfsmanna undanfarin ár komna út fyrir öll mörk, eða „gegndarlausa“. Að auki sé fjöldi greiddra yfirvinnustunda orðinn slíkur að það skekki allan samanburð milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Þetta kemur fram í grein sem Diljá ritar í Viðskiptablaðinu þar sem hún segir yfirvinnu opinberra starfsmanna kalla á breytingu á vinnusamningum og grunnlaunum.

„Það liggur því beinast við að skoða launasamsetningu ríkisstarfsmanna. Á dögunum barst mér svar við fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um yfirvinnu ríkisstarfsmanna. Fyrirspurnin sneri m.a. að hlutfalli yfirvinnu af heildarlaunum og meðalfjölda yfirvinnustunda þeirra starfsmanna sem hafa fengið greidda yfirvinnu.

Svar ráðherrans var um margt áhugavert. Samkvæmt svarinu er yfirvinna óvenju hátt hlutfall af heildarlaunum ríkisstarfsmanna á fjölmörgum vinnustöðum, m.a. í ráðuneytum og ríkisstofnunum þar sem unnin er hefðbundin skrifstofuvinna. Þá er áhugavert að sjá yfirlit yfir fastar yfirvinnugreiðslur ríkisstarfsmanna. Samningar ríkisstarfsmanna um greiðslu fyrir ótímamælda yfirvinnu, sem rúmast innan starfslýsingar þeirra, hlýtur hreinlega að kalla á breytingu á vinnusamningum og grunnlaunum. Að öðrum kosti skekkir þessi framsetning allan samanburð á launum milli opinbers og almenns vinnumarkaða.“

Diljá segir að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað hraðar en laun á almennum markaði. Stjórnvöld vísi gjarnan til þess að fjölgun og launahækkun felist í  heilbrigðiskerfinu og í löggæslunni en Diljá segir það villandi framsetningu.

„Við þingmenn getum og eigum að veita stjórnvöldum ríkt aðhald þegar kemur að meðferð skattfjár. Í verðbólgu- og vaxtaumhverfi sem þessu er lítið svigrúm til annars. Ég hef því lagt fram viðbótarfyrirspurn varðandi yfirvinnu ríkisstarfsmanna. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því hvernig vinnustaðir ríkisins eru reknir og hvort reksturinn er í samræmi við markmið stjórnvalda, m.a. um minni yfirvinnu.“

Yfirvinna nemur mest rúmlega fjórðung heildarlauna

Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsráðherra frá 16.  maí, við fyrirspurn Diljár,  að yfirvinnulaun sem hlutfall heildarlauna sé breytilegt eftir stofnunum. Hæst er hlutfallið hjá eftirfarandi stofnunum, þar sem yfirvinna nemur fimmtung eða meira af heildarlaunum:

  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, 30%
  • Fjölbrautaskóli Suðurnesja, 27%
  • Embætti forseta Íslands, 25,9%
  • Borgarholtsskóli, 24,2%
  • Verkmenntaskólinn á Akureyri, 24,1%
  • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, 24%
  • Ríkislögreglustjóri, 23,6%
  • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, 23,3%
  • Fiskistofa, 22,8%
  • Samkeppniseftirlitið, 22,1%
  • Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, 22%
  • Héraðssaksóknari, 21,4%
  • Landhelgisgæsla Íslands, 21%
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga, 20,8%

Fleiri dæmi eru að hjá  Alþingi er hlutfallið 17,3%, hjá aðalskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytis er hlutfallið 16,4%, hjá aðalskrifstofu forsætisráðuneytis er hlutfallið 13,6% , hjá Þjóðleikhúsinu 18,3% og hjá Vegagerðinni er hlutfallið 18,6%.

Vill vita áhrif styttingu vinnuvikunnar á yfirvinnutíma

Starfsfólk í dagvinnu og vaktavinnu sem fær greidda fasta yfirvinnu er að meðaltali með 211 yfirvinnustundir á ári fyrir hvert stöðugildi sem svarar til 17,6 stunda að meðaltali á mánuði fyrir þann hóp. Starfsfólk sem fær aðra yfirvinnu en fasta fær að meðaltali 151 stund á ári sem svarar til 12,6 stunda að meðaltali á mánuði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur undanfarin ár haft það markmið að semja um vinnutímabreytingar í nafni betri vinnutíma og að draga úr yfirvinnu. Hefur því verið beint til stofnana að innleiða betri vinnutíma og draga úr yfirvinnu þannig að hlutfall yfirvinnu af heildarlaunakostnaði lækki.

Rétt er að geta þess að ráðherra undanskilur svörum sínum stofnanir sem eru með 10 eða færri stöðugildi. Diljá Mist hefur því lagt fram framhaldsfyrirspurn þar sem hún leitar svara fyrir þær stofnanir og auk þess reynir hún að fá svör sem varpa skýrari mynd af yfirvinnu opinberra starfsmanna, svo sem skiptingu milli fastrar yfirvinnu og annarrar yfirvinnu. Diljá Mist spyr:

  1. Hvert var hlutfall launa fyrir yfirvinnu af heildarlaunum ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023 sundurliðað eftir stofnunum? Átt er við þær ríkisstofnanir þar sem launavinnslu er sinnt af Fjársýslunni og þar sem hlutfall launa fyrir yfirvinnu var minna en 1% af heildarlaunagreiðslum stofnunar og þar sem starfsmenn voru færri en tíu, sbr. svar ráðherra á þskj. 1702 á yfirstandandi löggjafarþingi. Hver var meðalfjöldi yfirvinnustunda framangreindra ríkisstarfsmanna sem fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023?
  2. Hversu margir ríkisstarfsmenn fengu greiddar yfirvinnustundir á árinu 2023 og hvert var hlutfall stöðugilda þeirra af heildarfjölda stöðugilda hjá ríkinu? Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum og eftir tegundarlyklum yfirvinnu (ótímabundin yfirvinna, önnur föst yfirvinna, ótímamæld eða tímamæld).
  3. Fyrir hvað fá ríkisstarfsmenn greidda svokallaða fasta yfirvinnu? Er sú yfirvinna regluleg og til langs tíma og vegna vinnu sem rúmast ekki innan starfslýsingar viðkomandi starfsmanna? Ef svo er, hver er ástæða þess að það kallar ekki á endurröðun grunnlauna í launatöflu?
  4. Hvaða áhrif hafði svokölluð stytting vinnuvikunnar á samsetningu launa ríkisstarfsmanna? Hefur verið tekið tillit til styttingar vinnuvikunnar við greiðslu tímamældrar yfirvinnu?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Líkir Sigmundi Davíð við Georg Bjarnfreðarson

Líkir Sigmundi Davíð við Georg Bjarnfreðarson
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Framtíðin verður nútíð – ef leið Viðreisnar hefði verið farin 2016 værum við nú með evrópska vexti en ekki íslenska okurvexti

Þorgerður Katrín: Framtíðin verður nútíð – ef leið Viðreisnar hefði verið farin 2016 værum við nú með evrópska vexti en ekki íslenska okurvexti
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stýrir frumkvöðlanámi í kannabisrækt

Stýrir frumkvöðlanámi í kannabisrækt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorgerður Katrín: Ríkisstjórnin vildi gefa firðina um aldur og ævi – Sjálfstæðisflokkurinn tekur hagsmuni bakhjarla fram yfir stefnuna

Þorgerður Katrín: Ríkisstjórnin vildi gefa firðina um aldur og ævi – Sjálfstæðisflokkurinn tekur hagsmuni bakhjarla fram yfir stefnuna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Allt í háaloft í dönskum stjórnmálum eftir brottrekstra

Allt í háaloft í dönskum stjórnmálum eftir brottrekstra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Af hverju vilja lyfjafyrirtæki ekki að lyfjahampur verði lögleiddur?

Af hverju vilja lyfjafyrirtæki ekki að lyfjahampur verði lögleiddur?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Hafa þá allir fjármálaráðherrar íslenska lýðveldisins verið handónýtir?

Þorgerður Katrín: Hafa þá allir fjármálaráðherrar íslenska lýðveldisins verið handónýtir?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Spyr hvort Davíð muni biðjast afsökunar á ærumeiðingum – fékk sjálfur fleiri orlofsdaga en Dagur

Spyr hvort Davíð muni biðjast afsökunar á ærumeiðingum – fékk sjálfur fleiri orlofsdaga en Dagur