fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: Framsókn eins og barnið – foreldrarnir rífast og henda vasapeningum í barnið til að róa það

Eyjan
Fimmtudaginn 13. júní 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur sjálf viðurkennt að hafa týnt erindi sínu, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann segir stjórnina hafa farið til Þingvalla til að leita að því en ekki fundið. Þá hafi stjórnin bara ákveðið að sitja til að sitja og halda í stólana. Hann segir Framsókn vera í hlutverki barnsins í þessu stjórnarsamstarfi sem sé eins og lélegt samband foreldra. Vasapeningum sé endalaust hent í barnið til að það sé til friðs á meðan foreldrarnir rífast. Nú sé barnið meira að segja komið með lykilorðið að heimabanka fjölskyldunnar. Sigmundur Davíð er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

„það sem mér þótti svo undarlegt í gær og í fyrradag, mánudag og þriðjudag, að það voru engin af stóru málunum, engin umdeild mál, bara hent einhverju á dagskrá svona til að láta malla …“

En það er nóg af stórum málum …

„Já, já, það er eiginlega ekki hægt að lesa annað í þetta en að þau séu ekki búin að koma sér saman um stóru málin, rétt eins og síðast,“ segir Sigmundur Davíð.

Hér má nálgast þáttinn:

HB_EYJ108_NET_SDG.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ108_NET_SDG.mp4

Við munum nú hvernig það var, þá var bara allt í einu slitið.

„Allt í einu var öllu hent út, bara búið, farið heim,“ segir hann og skellir upp úr. „Menn svona ruku út í fýlu.“

Þá heyrði maður það að ástandið væri orðið þannig á milli stjórnarflokkanna að þeir gætu nú varla verið í sama herbergi, þingmenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.

„Já, já, þetta var orðið mjög tæpt þá og svo, eins og menn fylgdust með, var þetta orðið tæpt þegar deilurnar voru sem mestar um hvalveiðar í tíð Svandísar, svo fer hún í veikindaleyfi á síðustu stundu og fyrir vikið þraukar stjórnin áfram,“ segir Sigmundur Davíð.

„Hún týndi erindinu, eins og hún reyndar viðurkenndi þegar hún fór í ferðina til Þingvalla að leita að erindinu …“

Jú, jú, og virðist ekki hafa fundið það …

„Og fann það ekki, nei, en útskýrðu að þau hefðu þó komist að því að þau bara yrðu að halda áfram, það væri ekkert annað í stöðunni. Og það virðist vera viðhorfið hjá þessari ríkisstjórn, að hún heldur áfram bara til að halda áfram, til að halda í stólana, og auðvitað hlýtur að liggja þar að baki von um að eitthvað gerist sem að lyfti fylginu.“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, setti færslu á Facebook í dag þar sem hún fór aðeins yfir hvernig stjórnarsamstarfið horfir við henni, og hún sagði: Þetta eru eins og hjón í mjög vondu hjónabandi sem fara út á svalir til að rífast og allir heyra það.

„Já, þetta er ágætis samlíking, en ég var nú einmitt með eitthvað svipað og bætti þá við hlutverki Framsóknarflokksins sem er barnið í sambandinu og foreldrarnir henda meiri og meiri peningum í barnið til þess að halda því góðu á meðan foreldrarnir rífast.“

Það er komið með lykilorðið að bankareikningi heimilisins núna …

„Nákvæmlega, svo gerðist það að það var bara einfaldara; gerið svo vel, gerið það sem þið viljið, verið bara til friðs á meðan við leysum úr þessu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture