fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Eyjan
Mánudaginn 10. júní 2024 09:00

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður VG.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun október fer landsfundur VG fram í Reykjavík. Þar verður ný forysta kjörin og stefnumörkun mun fara fram. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður flokksins, segist vilja gera flokkinn róttækari.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Þar er haft eftir Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, varaformanni VG, að enn liggi ekki fyrir hvort einhverjir séu að íhuga formannsframboð. Hún sagði að fólk sé að hugsa málið og máta sig við breyttar aðstæður.

Hún sagði að nú verði að halda áfram og mikilvægt sé að ráðast í innri endurskoðun hreyfingarinnar. Væntanlega muni nýjar áherslur fylgja nýrri forystu.

Guðmundur Ingi sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram til formanns.

Hvað varðar stefnu flokksins sagði hann að hún sé byggt á félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, friðarhyggju, mannréttindamálum og kvenfrelsi og hafi mikill árangur náðst í þessum málaflokkum en það þurfi að taka stöðuna hjá grasrót flokksins. „Já, ég tel að við þurfum að taka samtalið inni í grasrótinni og sjá hvert fólk vill að VG stefni núna fyrir næstu kosningar, leita svolítið í ræturnar og erindi í pólitíkinni. Ég er þeirra skoðunar að það þurfi að vera til vinstri og það þurfi að vera enn þá meira í áttina að róttækari umhverfisstefnu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu