fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Þaulreyndir fjölmiðlamenn deila um hópaskiptinguna í kappræðum RÚV – „En þú varst líklega á móti fjölgun liða á HM“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 1. júní 2024 13:30

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þaulreyndi fréttamaður Jakob Bjarnar Grétarson gerir óánægju forsetaframbjóðenda, með að þeim skyldi vera skipt í tvo hópa eftir fylgi í skoðanakönnunum í kappræðum RÚV í gærkvöldi, að umtalsefni í færslu í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Hann segir skiptinguna eðlilega og að frambjóðendur geti ekki stjórnað umfjöllun um sjálfa sig. Gunnar Smári Egilsson sem sjálfur hefur mikla reynslu af störfum í fjölmiðlum andmælir Jakobi og segir að kappræðurnar hefðu verið betri með öllum frambjóðendunum saman.

Eins og DV greindi frá í vikunni fóru allir forsetaframbjóðendur nema Katrín Jakobsdóttir fram á að RÚV myndi ekki skipta þeim í tvo hópa heldur hafa þau öll saman í kappræðunum. RÚV gaf hins vegar ekki eftir og úr varð að kappræðunum var skipt í tvo hluta.

Allir forsetaframbjóðendurnir, nema einn, vilja vera saman í lokakappræðunum – RÚV situr fast við sinn keip

Jakob Bjarnar kemur einnig vinnuveitenda sínum SÝN til varnar í upphafi færslunnar:

„Það má og á auðvitað að velta því fyrir sér hvernig RÚV sinnir sínum lögbundnu skyldum. (Þó fólk hafi gersamlega prjónað yfir sig með sömu kröfugerð gagnvart Stöð 2 og Vísi með vísan til óskilyrtra og snautlegra fjölmiðlastyrkja sem breyta engu um eðli máls.)“

Hann segir að fréttastjóri RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson hafi svarað gagnrýninni á þessa hópaskiptingu vel og kröfurnar um að taka hana til baka hafi í raun verið furðulegar:

„Í raun furðuleg hugmynd sem þróaðist samhliða öllu þessu sem er sú að viðmælendur eigi að stjórna umfjöllun um sig. Og ritstjórnarvald fjölmiðla eigi best heima úti í bæ. Þegar svo ber undir. Allt er þetta liður í umfangsmiklum ranghugmyndum um fjölmiðla.“

Ástþór reiðastur allra

Jakob Bjarnar segir að þessar ranghugmyndir hafa verið ríkjandi í seinni hluta kappræðnanna þegar frambjóðendur með minna en fimm prósent fylgi í skoðanakönnunum mættust:

„En mér sýndist sá þanki ráðandi í seinni hálfleik kappræðna Ríkissjónvarpsins meðal þátttakenda. Þeir voru mættir reiðir, reiðastur allra Ástþór sem taldi sig í fullum rétti til að svara einhverjum allt öðrum spurningum en lagðar voru fyrir hann.“

Jakob Bjarnar hrósar að lokum stjórnendunum Valgeiri Erni Ragnarssyni og Sigríði Hagalín Björnsdóttur fyrir að hafa haldið ró sinni á meðan Ástþór Magnússon æsti sig.

Betri þáttur með hinum sex

Gunnar Smári Egilsson andmælir þessu í athugasemd við færsluna og segir að hefðu þeir 6 frambjóðendur sem neðstir voru í skoðanakönnunum fengið að vera með þeim 6 sem efstir hafa verið hefðu neðri frambjóðendurnir geta beint mikilvægum málum að frambjóðendunum sem eiga meiri möguleika á sigri, samkvæmt könnunum:

„Vond ákvörðun hjá RÚV að gera sama þátt og Stöð2 hafði gert tvisvar og Heimildin og mbl líka verið með. Þátturinn hefði orðið bærilegur ef hin sex, sem voru með stöðu áskorenda, hefðu fengið að vera með. Ekki til að flytja eigið erindi sitt heldur til að beina málum að þeim efstu, sem þau voru miklu hæfari til að gera en spyrlarnir (sem voru að vana RÚV, mis-ákveðin gagnvart frambjóðendum eftir einhverjum virðingarstiga sem hangir líklega uppi í kaffistofunni í Efstaleiti).“

Gunnar Smári segist ekki vera sammála Jakobi Bjarnari um það að keppnir séu bara skemmtilegar ef aðeins þau sem eiga möguleika á að vinna þær fái að vera með:

„En þú varst líklega á móti fjölgun liða á HM. Vilt halda því enn fram að mótið væri betra ef þar væru aðeins lið sem geta unnið. Kappræðurnar eru álitamál á því svæði, hvernig verður til gott sjónvarp.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“