fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Segir að forsetinn eigi ekki að vera of jákvæður

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 1. júní 2024 11:05

Bessastaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetakosningar standa nú yfir og eflaust margir sem eiga eftir að fara á kjörstað og hluti þessa hóps líklega enn óákveðinn. Sýn fólks á forsetaembættið hefur reynst nokkuð misjöfn í kosningabaráttunni en mörgum hefur verið tíðrætt um það að forsetinn eigi að vera sameiningartákn. Jón Trausti Reynisson fjölmiðlamaður og framkvæmdastjóri Heimildarinnar tekur undir það að vissu leyti en segir að forsetinn eigi helst ekki að ganga of langt í jákvæðni og viðleitni sinni við að sameina þjóðina.

Jón Trausti fylgdist með kappræðum þeirra forsetaframbjóðenda sem efstir hafa verið í skoðanakönnunum á RÚV í gærkvöldi og kom í kjölfarið með greiningu á þeim í færslu á Facebook-síðu sinni:

„Einn helsti kostur Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta er að hann gengur ekki of langt í kröfunni um samstöðu og jákvæðni, heldur hefur skilning á heilbrigðri samkeppni hugmynda og hagsmuna,“ skrifar Jón Trausti í upphafi færslunnar og gerir síðan grein fyrir umræðum frambjóðendanna um hlutverk forsetans við að sameina þjóðina:

„Þegar forsetaframbjóðendur voru spurðir í kappræðum RÚV í kvöld „hvað er að á Íslandi?“ var svarið oftast að vandamálið væri ósamstaða og sundrung, að frátöldum Baldri Þórhallssyni og Arnari Þór Jónssyni. „Mér finnst offramboð á leiðindum hérna,“ sagði Jón Gnarr. „Lítið traust,“ sagði Halla Tómasdóttir um helsta vandamálið. Hún lagði til aukna þátttöku almennings, með öðrum orðum vísaði hún óbeint til þjóðfundarins sem hún kom að forðum.“

„Forseti geti verið sameinandi afl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir réttilega um eitt af kjarnahlutverkum embættisins og kannski getu hennar til að sameina vinstri við hægri.

„Hvernig ætlum við að tryggja að við verðum ekki samfélag ólíkra hópa, heldur samfélag sem stendur saman?“ spurði Halla Hrund eftir að hafa bent á nokkur áþreifanleg vandamál.“

Getum ekki hætt að vera ólík

Þess má geta að þegar Baldur og Arnar Þór voru spurðir í kappræðunum um hvað væri helst að á Íslandi nefndu þeir ekki sundrungu. Baldur nefndi meðal annars vanda ungs fólks, vanda fólks með fíknisjúkdóma og vanda fólks með geðræn veikindi.

Arnar nefndi hins vegar helst erfiða stöðu heilbrigðiskerfisins, löggæslunnar og menntakerfisins.

Jón Trausti segir hina fjóra frambjóðendurna hafa litið framhjá því að íslenska þjóðin sé samsett af ólíkum hópum og það sé ekki endilega æskilegt að draga mikið úr því sem sundrar þessum hópum:

„En hvernig getum við hætt að vera ólíkir hópar, þegar við erum ólík og með ólíka hagsmuni, á ólíkum stað í lífinu og með ólíkar áherslur?“

Hann vísar í orð Jóns Gnarr í kappræðunum um að forsetinn verði að „tala hlutina upp“ og segir þau minna á erfiða tíma:

„Margir muna þessa orðræðu fyrir efnahagshrunið, að það þurfi að „tala upp“ krónuna, efnahagslífið og svo framvegis.“

Jón Trausti segir að íslenskt samfélag eigi ekki að drekkja sér í neikvæðni en of mikil jákvæðni þar sem sé litið framhjá því sem er að í samfélaginu sé ekki æskileg og það eigi líka við um jákvæðni forsetans:

„Auðvitað eru takmörk á öllu og ofaukin neikvæðni getur verið lamandi, sérstaklega þegar henni fylgir vanvirðing og ekki er leitað að eigin leiðum til að bæta ástand. En þegar skilaboðin dynja á okkur að ofan að allt sé svo frábært og að við eigum ekki að vera með „leiðindi“ eða neins konar neikvæð viðhorf til einhvers, er komið ástand eitraðrar jákvæðni. Það verður bara önnur leið til að segja fólki að þegja. Jákvæða viðhorfið gagnvart neikvæðni er að sjá fegurðina í því hvað fólk hefur ólíka sýn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”