fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Eyjan
Fimmtudaginn 9. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur róið að því öllum árum, jafnvel í gegnum Covid, að koma hér á gjafakvótakerfi fyrir orkuna, vatnið og hafnæði Íslendinga. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir ríkisstjórnina vera eins og allslausan mann sem flytur inn á unga og fallega konu og byrjar að láta greipar sópa um eigur hennar. Steinunn Ólína er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Hægt er að horfa á þáttinn hér á Eyjunni og á hringbraut.is, sem og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig er hægt að hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Eyjan - Steinunn Ólína - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Steinunn Ólína - 2.mp4

„Ríkisstjórnin hefur hagað sér pínulítið eins og plastpokamaður sem flytur inn á fallega, glæsilega konu, sem er Ísland, og byrjar á því að segja við hana, já, þetta er nú fínt hérna hjá þér og huggulegt, og áður en hún getur snúið sér við þá er hann búinn að selja sjónvarpið, ísskápinn, uppþvottavélina, þvottavélina,“ segir Steinunn Ólína.

Hér má sjá þáttinn í heild:

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
play-sharp-fill

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

„Næsta hugmynd sem hann kemur með er að, nú skaltu bara malbika yfir garðinn þinn og breyta honum í bílastæði og seldu svo bara bílastæðið. Svo lætur hann hana selja vini sínum bílastæðið. Svo stingur hann upp á því við hana að hún fari að stunda mengandi iðnað í geymslunni, í svefnherberginu, og svo á endanum stingur hann upp á því við hana, heyrðu mig, vinur minn, hann getur nú keypt af þér þessa íbúð á góðu verði, seldu vini mínum hana. Þá er hún komin með þessa litlu peninga sem hún fær fyrir íbúðina sína og hvað? Lánaumhverfið á Íslandi er nú ekki beinlínis beysið og ef þetta er ung kona, Ísland er ungt og fallegt land, þá eru nú ekki miklir möguleikar fyrir hana að koma aftur undir sig fótunum, þannig að, já, ríkisstjórn Íslands hefur alla vega ekki verið að standa við þau loforð sem hún gaf, heldur þvert á móti,“ segir Steinunn Ólína.

Hún segir ríkisstjórnina hafa róið að því öllum árum að leggja drög að því að setja í gjafakvótakerfi orkuna, vatnið og hafnæði Íslendinga. Ekki hafi verið slegið af þessari stefnu, jafnvel þegar Covid geisaði. Þetta séu vond tíðindi.

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Hide picture