fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Eyjan
Laugardaginn 4. maí 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamall vinur minn í blaðamannastétt sá einu sinni um stjörnuspá dagblaðs í forföllum. Hann var fljótur að tileinka sér almennt og loðið orðalag sem þýddi að viðkomandi spá gat þýtt hvað sem var. Um áramót eru dregnar fram spávölvur fjölmiðla sem segja fyrir um komandi ár á ákaflega óljósan hátt. Slíka spá má eiginlega túlka að vild.

Einu mennirnir sem þora að spá með einhverri vissu eru jarðfræðingar. Frá fyrsta gosóróanum á Reykjanesi hefur jarðfræðingastéttin vaxið til mikilla áhrifa. Nú kallast allir starfsmenn veðurstofu náttúruvársérfræðingar sem segja hugsanlegar váfréttir.

Mikil samkeppni er ríkjandi þar sem mestu skiptir að vekja athygli og skapa sér sérstöðu. Fréttamenn vilja helst tala við jarðfræðinginn sem segir fyrir um óstöðvandi gos í námunda við byggð, glóandi eldhraun á leið yfir Reykjanesbrautina og hugsanlegt gos í Bláa lóninu þar sem hundruð túrista svamla í sjóðandi heitu hrauni. Þeir sem spá fyrir um gos í Hafnarfirði í sprungum undir Vallahverfinu fá sérstakan bónus.

Þetta er allt saman hluti af hamfarablæti fjölmiðla þar sem blaðamenn eru sífellt á höttunum eftir stórslysafréttum. Reynt er að finna jarðfræðinginn sem málar dekkstu myndina af ástandinu þar sem mannvirki hverfa ofan í hraunmassann eins og legókubbar. Þeir spáglöðustu spá fyrir um eldgos um allt land nema á Vestfjörðum með tilheyrandi „skemmdum á innviðum.“

Jarðfræðingar eru alltaf tilbúnir að fara í viðtal og viðra hugmyndir sínar um næstu vátíðindi. Tímasetningarnar eru reyndar oft á reiki. Enginn veit hvort stóra gosið kemur eftir viku eða eina öld en það skiptir engu máli í heimi jarðfræðinga. Í jarðsögunni er tíminn nefnilega afstæður eins og í þjóðsöngnum. Keppnin heldur því áfram milli þessara athyglissjúku jarðfræðinga þar sem sá vinnur sem getur lýst mestu mögulegum hamförum á næstu þúsund árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiðinleg kosningabarátta
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
21.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
19.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
11.11.2024

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
10.11.2024

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni