Íslendingar voru duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlinum X á meðan forsetakappræður RÚV fóru fram. Í fyrri umferð mættust Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir.
Jón Gnarr væri stórkostlegur forseti ef hann bara hefði minnsta grun um hvað þetta snýst. Grunleysi hans yrði honum annars að falli, eins og þegar hann var borgarstjóri og aðrir stjórnuðu fyrir hann meðan hann sagði brandara #forseti24
— Dr. PVG (@Svennipopp) May 31, 2024
Sagði Baldur að Obama hefði verið mikill friðarforseti? Ha? #forseti24
— Elísabet Welding Sigurðardóttir (@ElisabetSigur) May 31, 2024
Fæ rosa mikið vélrænt vibe frá HH, hún getur ekki verið eðlileg og afslöppuð #forseti24
— Inga, MSc. ♀️ (@irg19) May 31, 2024
Er ég eini? #forseti24 pic.twitter.com/UcIhMlBcdZ
— Egill Sigurðsson (@egillsig01) May 31, 2024
Er ég eini? #forseti24 pic.twitter.com/UcIhMlBcdZ
— Egill Sigurðsson (@egillsig01) May 31, 2024
Einu frambjóðendurnir sem kölluðu ástandið á Gaza þjóðarmorð voru Baldur og Halla T. #forseti24
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) May 31, 2024
Róa sig forsetinn hefur ekki sömu völd og Bandaríkjaforseti! Er fólk orðið eitthvað ruglað!? 👀 #forseti24 pic.twitter.com/1dIfdMpcIA
— Ragga (@Ragga0) May 31, 2024
Ég kann betur á dömubindi en hálsbindi og finnst eins bindishnútar Jóns og Arnars séu eins og dagbindi þar sem næturbindis er þörf #oflítil #forseti24
— Ingibjorg Hinriksd (@ingibjhin) May 31, 2024
Mikið rosalega vildi ég að Brynjar Níels væri í framboði. #forseti24
— Egill (@Agila84) May 31, 2024
„Snýst ekki um eigin frama”, segir manneskjan sem stökk frá borði sökkvandi skips einnar óvinsælustu ríkisstjórnar sögunnar og sinn eigin flokk í rústunum til að sækjast eftir einu æðsta embættis landsins í óþökk nánast helmings þjóðarinnar #forseti24
— 🌻Heiða🌻 (@ragnheidur_kr) May 31, 2024
Groundhog day #forseti2024 #forseti24
— Godin (@GrettirThing) May 31, 2024