fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Síðustu kappræður forsetaframbjóðenda – „Nokkur nef munu lengjast í kappræðunum í kvöld“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2024 20:16

Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kappræður forsetaframbjóðanda hófust á RÚV kl. 19.40 í kvöld. Umræðunum í kvöld er skipt í tvo hluta.

Í fyrri hlutanum mætast sex efstu frambjóðendurnir miðað við könnun Gallup í dag og í síðari hlutanum mætast hinir sex sem mælast með undir 5% fylgi.

Í fyrri hlutanum mættu því Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir.

Þær Katrín, Halla Hrund og Halla mælast með mest fylgi, en síðasta skoðanakönnunin var birt síðdegis, Þjóðarpúls Gallup. Samkvæmt henni mælist ekki marktækur munur á fylgi Katrínar og Höllu Tómasdóttur, en sú síðarnefnda er eini frambjóðandinn sem bætir við sig fylgi milli vikna.

Fyrsta spurningin sem borin var er hvað frambjóðendur telji vera að á Íslandi og hvernig þau ætli að beita sér til að laga það.

Önnur spurningin var svokölluð hraðaspurning, um kynhlutlaust mál. Frambjóðendur voru spurðir hvort þeir myndu sem forseti nota kynhlutlaus orð eins og fólk og þau frekar en karlkyns orð eins og menn og þeir.

Flest svörin voru á þá leið að frambjóðendur notuðu málið sem þeir ólust upp við en þau væru alltaf að læra. Arnar Þór sagði að „hver og einn verði að fá að tala eins og hann hefur lært að tala. Það er ekki stjórnvalda að stýra því.“ Baldur var á sama máli og sér tamt að nota gamla málið úr sveitinni. Hann segist vera að reyna að tileinka sér meira kynhlutlaust málfar.
Halla segir „Orð geta styrkt og að orð geta meitt.“ Hún segist vera að læra og ekki megi dæma þá sem geri mistök.

Katrín: „Íslensk tunga er lifandi mál.“

Jón Gnarr segir „öll“ um hópa sem fleiri en eitt kyn eru í.

Halla Hrund sagðist einnig tala frekar hefðbundið mál. „Ég tala um mig sem manneskju eða mann þrátt fyrir að vera kona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“