fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Stjórnmálafræðiprófessor: Þeir sem vilja kjósa taktískt geta nú gert það

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. maí 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skoðanakönnun Maskínu, sem kynnt var í hádegisfréttum Bylgjunnar, gefur til kynna að Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir séu nú hnífjafnar á toppnum, með marktækt meira fylgi en Halla Hrund Logadóttir. Halla Tómasdóttir eykur fylgi sitt verulega frá síðustu könnun Maskínu en Katrín tapar nokkru fylgi. Halla Hrund bætir við sig en bæði Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr tapa fylgi.

Samkvæmt könnuninni eru Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir nú með 24,1 prósenta fylgi og Halla Hrund með 18,4 prósenta fylgi. Baldur er með 15,4 prósent og Jón Gnarr með 9,9 prósent.

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkur tíðindi felast í þessari könnun. Hún bendi til þess að Halla Tómasdóttir hafi náð að rífa sig upp fyrir Höllu Hrund og Baldur, en í síðustu könnunum hafa þau öll verið í einum hnapp. Hann segir að með þessu sé að teiknast upp sú staða að þeir kjósendur sem ekki vilja Katrínu Jakobsdóttur sem forseta geti nú kosið taktískt, sem virtist ómögulegt þegar Katrín var efst og næstu þrír í einum hnapp.

Ekki er hefð fyrir því hér á landi að kjósendur kjósi taktískt, hvorki í forsetakosningum né öðrum kosningum, en samkvæmt könnunum virðist mjög stór hluti þeirra kjósenda sem ekki styðja Katrínu alls ekki geta hugsað sér hana sem forseta, en yfir 40 prósent svarenda hafa sagst ekki vilja Katrínu á meðan um 20 prósent vilja ekki Höllurnar eða Baldur.

Grétar segir að nú verði mjög áhugavert að sjá hvort könnun Gallups, sem birt verður fyrir kappræður forsetaframbjóðenda í Ríkissjónvarpinu annað kvöld, staðfestir þær línur sem birtast í könnun Maskínu. Einnig verði áhugavert að fylgjast með kappræðum frambjóðenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”