fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Eyjan

Forsetakosningar: Ólíklegt að Katrín næði kjöri ef írska aðferðin væri notuð, segir Ólafur Þ. Harðarson

Eyjan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef írska kosningaaðferðin væri notuð væri ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir næði kjöri sem forseti Íslands. Í írska kerfinu velja kjósendur ekki bara fyrsta kost heldur líka þann frambjóðanda sem þeir vilja næst helst. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segist telja mjög ólíklegt að Vigdís Finnbogadóttir hefði náð kjöri sem forseti ef írska aðferðin hefði verið notuð 1980. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 3.mp4

„Þarna eru vísbendingar um það að ef írska aðferðin hefði verið notuð þá er miklu ólíklegra að Katrín yrði kjörin,“ segir Ólafur.

Þar kemur til náttúrlega andúð þeirra sem ekki styðja hana.

„Já, það er að sjálfsögðu það. Þessi 42 prósent sem vilja það alls ekki, þeir merkja náttúrlega ekki við hana sem annan kost. Þeir merkja við einhvern annan. Í þessari kosningu myndi íslenska aðferðin, miðað við þessar kannanir, færa Katrínu embættið, en írska aðferðin ekki.“

Hér er þátturinn í heild:

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 3.mp4

Ólafur segir að 1980 hafi íslenska aðferðin tryggt Vigdísi kosningu. Írska aðferðin hefði hins vegar mjög líklega tryggt Guðlaugi Þorvaldssyni forsetaembættið.

„Síðan nefni ég alltaf forsetakosningarnar í Írlandi 1990 þar sem Mary Robinson vann, fyrsta konan í Írlandi, og þótti mikill sigur fyrir jafnréttisbaráttuna. Mary Robinson hefði ekki verið kjörin ef íslenska aðferðin hefði verið notuð í þeim kosningum en þar var írska aðferðin notuð og þess vegna vann Mary Robinson þó að annar frambjóðandi hefði verið hærri heldur en hún í fyrsta vali.“

Hann segir þetta einungis vera heilaleikfimi fyrir fræðilegar greinar um kosningakerfi. „En þetta getur samt skipt máli, þessi stóra mynd. Þetta getur sem sagt skipt máli ef margir kjósendur á laugardaginn ákveða að kjósa taktískt. Að vegna þess að þeir hafa ekki írska kerfið þá segi þeir við sjálfa sig: Heyrðu, ég ætla nú ekki endilega að kjósa þann sem ég vil helst, ég ætla að kjósa þann sem ég vil næst helst ef hann á meiri möguleika á að vinna.

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna

Orðið á götunni: Vegakerfið hrundi á vakt Framsóknar og dýralæknanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta kostar krónan okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?

Könnun: Hvern vilt þú sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Hide picture