fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Ögmundur segir hættu á því að Landsvirkjun verði seld – Gerist það ekki sé þetta ástæðan

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. maí 2024 20:00

Ögmundur Jónasson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna ritaði fyrr í dag grein á Vísi þar sem hann tekur undir með öðrum fyrrum ráðherra og þingmanni Vinstri grænna, Jóni Bjarnasyni, að það sé ekki mikið á bak við þau orð ráðherra núverandi ríkisstjórnar að ekki standi til að selja Landsvirkjun. Ögmundur segir að verði ekki af sölu ríkisins á Landsvirkjun verði það ekki síst fyrir tilstilli baráttu fólks eins og Höllu Hrundar Logadóttur sem er í leyfi frá störfum sínum sem orkumálastjóri á meðan hún býður sig fram til forseta Íslands.

Gefur lítið fyrir loforð ráðherra um að Landsvirkjun verði aldrei einkavædd og minnir á Landssímann – „Já, það stóð aldrei til að selja Landssímann“

Halla Hrund hefur einmitt sagt að miklar kröfur séu uppi um að Landsvirkjun verði einkavædd að hluta að minnsta kosti og fullyrðir að málið muni rata inn á borð þess sem kjörinn verður næsti forseti Íslands 1. júní næstkomandi.

Ögmundur segir að þetta sé alls ekki úr lausu lofti gripið:

„Aðeins tvö ár eru síðan núverandi dómsmálaráðherra, þáverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, viðraði þá skoðun að selja bæri drjúgan hlut í Landsvirkjun, 30% – 40%. Heppilegt væri að selja í fyrstu til lífeyrissjóða. Þetta féll í góðan jarðveg hjá ýmsum fjárfestum, en var illa tekið hjá almenningi ef marka má skoðanakannanir. Þetta voru áþekk sjónarmið og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafði viðrað allnokkrum árum áður, en hann hafði einmitt hreyft þeirri hugmynd að selja þriðjung Landsvirkjunar.“

Þjóðarsjóðurinn sé fyrirsláttur

Ögmundur segir Hörð Arnarson forstjóri Landsvirkjunar hafi ekki lagst gegn sölu á fyrirtækinu og sagt það eigenda þess að ákveða hvort af því verði. Ögmundur segir Hörð styðja hugmyndir um þjóðarsjóð og að arðgreiðslur frá Landsvirkjun renni þangað. Hann segir þó hugmyndina um sjóðinn ætlaða til þess að sefa almenning með því að láta arðgreiðslur renna þangað þótt Landsvirkjun verði einkavædd. Þessi hugmynd virki á eftirfarandi hátt:

„Það skiptir ekki máli hver á og nýtir auðlindirnar, þar á meðal orkuna, ef svo er búið um hnúta að umtalsverður arður af þessum auðlindum renni í sameiginlegan Þjóðarsjóð. Sjóðurinn er með öðrum orðum þannig að einhverju leyti í það minnsta hugsaður sem eins konar einkavæðingarsjóður, leið til að tryggja almenningi arð af einkavæddum eignum sínum.“

Ögmundur segir hugmyndir um einkavæðingu afleiðingu af þeirri markaðsvæðingu íslenskrar raforku sem nú eigi sér stað. Sú þróun sé ekki góð fyrir almenning hér á landi:

„Talandi um muninn á markaðsvæddu raforkukerfi og kerfi alfarið í almannaeign þá er hann sá að markaðsvætt kerfi getur ekki tryggt orkuöryggi almennings með sama hætti og hið síðara. Hið opinbera getur vissulega veitt fátæku fólki stuðning sem nýtist til að halda á sér hita en markaðskerfi veitir seint félagslega aðstoð án sérstakra ráðstafana utan kerfisins.“

Halla Hrund fengið að kenna á því

Ögmundur segir það ljóst að fjársterkir aðilar ásælist Landsvirkjun. Slíkum hugmyndum hafi Halla Hrund staðið gegn í starfi sínu sem orkumálastjóri og fengið bágt fyrir:

„Staðreyndin er sú að markmið fjármálaaflanna eru alveg skýr og augljós, það er að koma öllu orkukerfinu í einkahendur. Allir sem trufla þetta ferli eins og orkumálsstjóri þótti gera með aðvörunarorðum sínum og tillögum eru látnir finna til tevatnsins. Höllu Hrund Logadóttur hef ég hvorki hitt né nokkru sinni rætt við og vel má vera að við séum ósammála um margt, veit það hreinlega ekki. En um það grundvallarmál að orkuauðlindirnar og grunnþættir raforkukerfisins eigi að vera í eign og undir umsjá þjóðarinnar erum við hjartanlega sammála og blöskrar mér að veist skuli hafa verið að henni fyrir að halda þessum sjónarmiðum á lofti.“

Nái þessi markmið fjármálaaflanna að komast yfir Landsvirkjun ekki fram að ganga sé alveg ljóst hverju það sé að þakka:

„Ef draumar fjárfesta um einkavæðingu Landsvirkjunar – sem eru raunverulegir og skjalfestir – ná ekki fram að ganga, þá er það vegna þess að til er fólk eins og hún sem rís upp til varnar náttúru og samfélagi.
Ef Landsvirkjun verður ekki seld vitum við hvers vegna.“

Grein Ögmundar má lesa í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing

Óttar Guðmundsson skrifar: Jólahugleiðing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Erfitt fyrir innlenda verslun að keppa við erlenda aðila sem lúta ekki sömu reglum og kröfum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK