fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Forsetakosningar: Ólafur Þ. Harðarson segir Katrínu augljóslega vera fulltrúa valdsins

Eyjan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Covid sem gerði það að verkum að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt velli í þingkosningunum 2021. Vinstri kjósendur voru mjög ósáttur við að VG færu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og varð það til þess að VG hefur tapað miklu fylgi. Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það augljóst að frambjóðandi sem stígi beint úr stól forsætisráðherra í forsetaframboð sé fulltrúi valdsins. Þessir þættir saman hafi orðið til þess að draga úr persónuvinsældum Katrínar Jakobsdóttur. Ólafur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úrþættinum:

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson - forsetakosningar 2.mp4

„Augljóslega, kandídat sem kemur beint úr stóli forsætisráðherra er náttúrlega stimplaður sem fulltrúi valdsins. Ég held að það séu samt aðrir þættir sem skipta meira máli og þeir eru bara pólitískir. Það held ég að sé bara það að Katrín myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum 2017. Það líkaði mjög mörgum vinstri mönnum mjög illa. Stuðningsmenn Katrínar segja auðvitað: Það voru engir aðrir kostir í stöðunni og það þurfti að ná stöðugleika, og það er ýmislegt til í því, en margir vinstri menn vildu frekar að það yrði mynduð fjögurra eða fimm flokka stjórn miðju- og vinstri flokka,“ segir Ólafur.

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ107_NET_OlafurHArdarson.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ107_NET_OlafurHArdarson.mp4

„Hvort að það var raunhæft er alveg spurning, en alla veganna þá líkaði mörgum vinstri mönnum þetta illa. Ég vissi náttúrlega og sagði 2017 að þessi stjórnarmyndun, án þess að taka afstöðu til þess hvort hún væri skynsamleg eða ekki, að þá væri hún ávísun á fylgistap Vinstri grænna í kosningum, af því að maður vissi það af reynslu hérlendis og erlendis að vinstri sósíalistaflokkur sem fer í stjórn með miðjuflokki eða hægri flokki, hann er líklegur til að tapa fylgi af því að hans kjósendur, kjósendur vinstri sósíalista, eru nú oft með svona „hreinar“ hugsanir og ekki mjög mikið fyrir að vera að makka við einhverja aðra flokka sem eru lengra til hægri.“

Ólafur segir þetta hafa gengið eftir 2021, þó að ríkisstjórnin hafi haldið velli, sem sé einsdæmi eftir hrun. „Hún bætti við sig, sem er fágætt í íslenskri pólitík, bætti samanlagt við sig.“ Hann segir þá fylgisaukningu eingöngu hafa komið til vegna kosningasigurs Framsóknar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð í stað og Vinstri grænir töpuðu fylgi, fóru úr 17 prósentum niður í 12-13 prósent. „Þannig að það gekk eftir að vinstri kjósendur voru ekki ánægðir með þetta.“

Hann segir fyrst hafa farið verulega að halla undan fæti hjá Vinstri grænum eftir að stjórnarsamstarfið var endurnýjað 2021 og Katrín hélt áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. „Það var að vísu freistandi, kannski, að halda áfram eftir að stjórnin hafði bætt við sig með þessum einstæða sigri en það sem var líka að gerast þarna 2021 var að við vorum að komast út úr Covid og sigur stjórnarinnar 2021 var nú fyrst og fremst, eins og ég og félagar mínir í kosningarannsókninni skýrum út í nýrri bók um kosningarnar 2021 sem kemur út í haust, að það var í raun og veru Covid sem gerði það fyrst og fremst að verkum að stjórnin hélt velli.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Hide picture