fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitík í verki

Eyjan
Laugardaginn 25. maí 2024 14:28

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur stundum verið haldið fram að pólitíkin aðhafist ekki nokkurn skapaðan hlut, enda fari henni betur að sitja inni í aflokuðum fundarherbergjum í alvanalegu spjalli sínu um daginn og veginn – og njóti sín hvað helst ef fulltrúum hennar tekst að fara í hár saman. Nefnilega svo að árangur hennar verði helst og oftast mældur í háreisti og rifrildi.

Þetta er ekki alveg svo. Og full ástæða til að nefna nýlegt dæmi um það gagnstæða. En ráðherra barna- og menntamála, Ásmundur Einar Daðason hefur nú gert gangskör að því að efla iðnnám að svo miklum mun að eftir verður tekið. Hann beinlínis einsetti sér fyrir allnokkrum misserum að hefja þessa mikilvægu menntun til þeirrar virðingar sem hún á löngu skilið, með því annars vegar að stækka húsakost skólanna víða um land og bæta aðgengi að náminu.

Hann hefur með öðrum orðum gengið í málin. Og afraksturinn mun verða þjóðinni til heilla. Og um það á pólitík akkúrat að snúast. Hún hverfist um félagsmál til framfara.

Það hefur hallað á iðnnám á Íslandi um áratugaskeið. Bóknám hefur verið í forgangi. Það hefur jafnvel verið látið líta svo út, í öllu falli í umræðunni, að síðarnefnda menntunin sé merkilegri en sú fyrrnefnda. Og að ungmennum farnist betur í lífinu ef þau fara í hefðbundinn menntaskóla og leggi leið sína að því búnu í háskóla.

„Ungmenni eiga öðru fremur að sækja sér menntun í samræmi við áhugasvið sitt og styrkleika.“

En þetta er í besta falli einföldun. Raunar firra. Ungmenni eiga öðru fremur að sækja sér menntun í samræmi við áhugasvið sitt og styrkleika. Annað er galið. Það hefur stundum verið orðað svo að hver og einn verði að þekkja sögu sína. Og er þá átt við að betur fari á því að maður kannist við sjálfan sig. En því miður hefur það verið svo á Íslandi að krökkum, sem hefur langað að sækja iðnnám, hefur verið beint að bóknámi, einhverju sem er þeim jafnvel þvert um geð. Og það hefur stafað af þeim misskilningi foreldranna að börnum þeirra farnist ekki vel í lífinu nema að þau haldi til æðra náms.

En akkúrat þar eru fordómarnir komnir. Æðra náms! Og frægt er þegar Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi formaður Samtaka iðnaðarins stóð sjálfa sig að þessum hindurvitnum og hleypidómum, en hún hefur rifjað það upp – og er manneskja að meiri – þegar hún talaði fyrir syni sínum sem átti þá ósk heitasta að læra bifvélavirkjun. Hún hafi viljað beina honum á beinu brautina. Strákurinn stóð þó á sínu og fékk sínu fram. Blessunarlega. Og komst á sína braut á endanum, og er alsæll síðan. Eðlilega.

Það vantar eitt þúsund rafvirkja á Íslandi. Hundruð manna í aðrar iðngreinar. Alvarlegur skortur á iðnaðarmönnum stendur mannvirkjagerð fyrir þrifum. Hann viðheldur háu verðlagi á íbúðarhúsnæði. Það er meðal annars vegna þess að stjórnvöld hafa sofið á verðinum í háa herrans tíð og beint ungmennum landsins í aðra átt en fjölmörgum þeirra hugnast.

Iðnaðarmenn eru eftirsóttir um land allt. Þeir ganga að góðum og tryggum framtíðartekjum, raunar traustari en gengur og gerist í öðrum starfsgreinum. Og það er lán hverrar stórfjölskyldu, eins og dæmin sanna, að eiga laghentan frænda og frænku innan sinna raða.

Ráðherra barna- og menntamála sýnir pólitík í verki. Hann hefur svarað kallinu. Það verður æskufólki í þúsundavís til mikilla heilla í framtíðinni. Og þjóðinni allri og hagsæld hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar
EyjanFastir pennar
20.10.2024

Björn Jón skrifar: Sögubrot í miðri atburðarás

Björn Jón skrifar: Sögubrot í miðri atburðarás
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
12.10.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Vandi villta vinstrisins

Sigmundur Ernir skrifar: Vandi villta vinstrisins
EyjanFastir pennar
12.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut