fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóri Núpur

Eyjan
Laugardaginn 25. maí 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fylgdi vini mínum til grafar á dögunum frá kirkjunni að Stóra Núpi í Gnúpverjahreppi. Kirkjan var byggð í upphafi liðinnar aldar eftir teikningu meistara Rögnvaldar Ólafssonar. Séra Valdimar Briem skáld og vígslubiskup var prestur við kirkjuna um árabil. Hann var mikilvirkasta sálmaskáld þjóðarinnar en auk þess orti hann Biblíuljóð þar sem hann snýr stórum hlutum biblíunnar í bundið mál. Ásgrímur Jónsson listmálari var fenginn til að ráða litavali inni í kirkjunni og mála altaristöfluna. Hún heitir Fjallræðan og má þar sjá sr. Valdimar sem fyrirmynd að Kristi prédika fyrir eyrum fjölmargra þekktra Hreppamanna með landslag úr Þjórsárdal í baksýn. Þessi mynd flytur Nýja Testamentið inn í íslenskan veruleika þar sem Kristur breytist í sveitaprest í afskekktri sókn. Áheyrendur og lærisveinar frelsarans eru kynslóðir fólks sem og situr á kirkjubekkjunum í þessari gömlu kirkju. Kristnin er tímalaus og eldist ekki heldur endurnýjast í sífellu með nýju fólki.

Jarðarförin sjálf fylgdi aldagömlum hefðum. Hópur líkmanna á öllum aldri gekk undir kistunni að gröfinni meðan kórinn söng í sólinni. Prestur mælti nokkur orð og flutti fallega bæn og líkfylgdin signdi yfir hinum látna. Á stund sem þessari skynjar maður nálægð guðdómsins sem rennur saman við náttúruna. Árniður Þjórsár hljómaði með sálmasöngnum ásamt kvaki nokkurra glaðværra fugla í garðinum. Gamlir og veðraðir legsteinar og kirkjan sjálf mynduðu þögult baksvið þessarar athafnar. Enginn verður ósnortinn við kveðjuathöfn sem þessa þar sem fylgt er aldagömlu ritúali kirkjunnar. Jarðarförin er kveðjustund en jafnframt lofsöngur til lífsins sem heldur alltaf áfram.

Við keyrðum aftur til Reykjavíkur gegnum grösugar sveitir Skálholtsbiskupsdæmis. Kirkjan að Stóra Núpi með alla sína löngu og merkilegu sögu fylgdi okkur alla leið. Gamlar andlátsvísur Sigurðar Breiðfjörðs komu upp í hugann:

Hnígur þannig helstu manna snilli.
Endadægur hittir hver
hversu frægur sem hann er.

Eikin háa eins og stráið veika,
lúta má að lokum sín,
líka smáu kvæðin mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!

Thomas Möller skrifar: Verum viðbúin!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
21.01.2025

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
16.01.2025

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?