fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Eyjan
Fimmtudaginn 2. maí 2024 11:35

Frá bási KAPP ehf. í Barcelona þar sem nýja vélin var kynnt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KAPP ehf. kynnti til leiks nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á dögunum. Vélin er fyrsta krapavélin með CO2 sem er fjöldaframleidd í heiminum. Hún er í boði fyrir allar OptimICE® krapavélar. Vélin er knúin 100% CO2 kælimiðli og gengur fyrir rafmagni. Orkunotkunin er mun minni með CO2 krapavélinni heldur en í eldri vélum.
Öll hönnun, þróun og smíði á vélinni hefur verið hjá KAPP, þar sem allar krapavélar hafa verið framleiddar. Hönnunin var lengi í þróun og unnin í samstarfi við erlent fyrirtæki, hvert með sérþekkingu á sínu sviði. Nýja vélin mun fara til Ný-Fisk í Sandgerði á næstu vikum.

OptimICE® hefur verið selt um allan heim síðan 1999 með miklum árangri og flestar stærstu útgerðir bæði á Íslandi og erlendis eru með OptimICE® í skipum sínum og einnig í landvinnslu.

,,Vélin hefur valdið byltingu í kælingu á fiski og kom í stað fyrir hefðbundinn flöguís. Með OptimICE® hraðkælingu verður öll vinnuaðstaða mun auðveldari enda er krapinn unninn úr sjó um borð í skipum og einfaldlega sprautað úr slöngu yfir fiskinn,“ segir Heimir Halldórsson, viðskiptastjóri hjá KAPP.

,,Þar sem OptimICE® er fljótandi þá umlykur krapinn allan fiskinn og kælir hann rétt undir frostmark á um einni klst. og helst hitastigið þannig allan túrinn. Hraðkælingin umlykur fiskinn, kemur honum hratt niður fyrir 0°C og heldur honum í kringum -0,5 °C allan veiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið og allt til endanlegs viðskiptavinar. Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann,“ segir Heimir.

Hann nefnir að kæling með flöguís tekur um fimmtán klst. og nái samt ekki að komast undir 0°C. Hillutíminn lengist með OptimICE® kælingu um 5-7 daga.

KAPP er með söluskrifstofur erlendis í Noregi, Frakklandi, Englandi, Færeyjum, Bandaríkjunum og Mexikó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna