fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?

Eyjan
Sunnudaginn 19. maí 2024 08:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir það óumflýjanlega nauðsyn fyrir öryggi Ísraels, að ráðast með fullum vopnabúnaði, hörku og þunga inn í Rafha, þann eina hluta Gazaborgar, sem ekki hefur verið lagður í rúst, jafnaður við jörðu, nú þegar, til að hægt verði að útrýma Hamasliðum í eitt skipti fyrir öll.

Þessi fullyrðing er svo fáráleg, að það er með ólíkindum, að helzti leiðtogi Ísraels í áratugi, að mörgu leyti stórgáfaðrar og hæfileikaríkrar þjóðar, skuli láta slíka fásinnu út úr sér.

Skoðum bakgrunninn

Talið er að Hamasliðar hafi verið 20-30 þúsund fyrir það stríð, sem nú geysar, og, að þeir byggju yfir neðanjarðargöngum og -byrgjum, undir Gaza- svæðinu, með ótal afdrepum, skýlum og inn- og útgöngum, sem næmi lengd neðanjarðalestarkerfis Lundúna. Yfir 400 km. 

Í þessu gangakerfi, „Gaza Metro“, hafa Hamasliðar komið sér tryggilega fyrir, með sína upphaflega 240 gísla, nú um 130, sem aðeins hafa gildi fyrir þá lifandi, allt að 40 metrum undir yfirborði jarðar, að miklu leyti öruggir fyrir stórfelldu stórskota- og sprengjudrífi Ísraelshers.

Auðvitað vita Ísraelsmenn þetta. Auðvitað vita þeir líka, að strategía Hamas er „hit-and-run“ (árás-og-flótti), en milli árása láta þeir sig hverfa niður í sín neðanjarðargöng og -skýli, þar sem Ísraelsher nær illa til þeirra.

Ísraelsmenn vita líka, að ósærðir Hamasliðar eru ekki að fela sig í sjúrkrahúsum og skólum – af hverju ættu þeir að þurfa þess – þeir hafa sín nánast óendanlegu neðanjarðargöng og -byrgi.

Hins vegar hafa særðir Hamasliðar auðvitað verið lagðir inn á sjúkrahús, ásamt með veikum og særðum íbúum Gaza – börnum, konum og gamalmennum, sem ekkert hafa með Hamas að gera, sem hafa verið þar í miklum meirihluta, enda almennir borgara Gaza 100 sinnum fleiri en Hamasliðar – og hafa árásir Ísraelshers og innrásir á sjúkrahús gengið fyrst og fremst út á það, að taka af lífi, klára drápið, á særðum Hamasliðum, eða hirða þá með sér, sem háttsettir voru, illa eða helsærða, til upplýsingagjafar.

Útrýming ógjörleg

Talið er, að Ísraelsher hafi ekki tekizt að fell nema um helming þeirra liðsmanna, sem Hamas hafði á að skipa við upphaf stríðsins, enda flýja þeir í sín neðanjarðargöng, sem enginn kann vel á, nema þeir sjálfir, og halda sig þar milli orrahríða.

Af þessari sömu ástæðu mun Ísraelsher aldrei takast að fella alla Hamasliða, hvað þá göreyða þeim eða uppræta.

Það, sem liggur svo fyrir og öllum skynigæddum verum ætti að vera ljóst, er, að um helmingur Gazabúa, alls um 2,2 milljónir manna, eru börn og unglingar. Yfir 1 milljón. Meðalaldur Gazabúa er 18 ár.

Hrikalegt gjöreyðingarstríð Ísraelshers á hendur þessu fólki, mest varnarlausum almennum borgurum, dráp og limlestingar á foreldrum, öfum og ömmum, frændum og frænkum, bræðrum og systrum og svo líka vinum og vandamönnum, hefur skapað og munu skilja eftir slíkt hatur og slíkan hefndarþorsta gagnvart Ísraelsmönnum, að, þegar mörg þessara barna og ungmenna vaxa úr grasi, munu þau mynda nýjan hóp „Hamasliða“, sem sennilega verður þá hið tí- eða tuttugufalda þess, sem var.

Hvað gengur Ísraelsmönnum til?    

Um síðustu áramót átti fréttamaður norska ríkissjónvarpsins, NRK, viðtal við fyrrverandi yfirhershöfðingja Ísraelshers, en hann var líka formaður þjóðaröryggisráðs Ísrael til margra ára.

Í netútgáfu viðtalsins á NRK.no er fyrirsögnin þessi: „Ísraelskur fv. hershöfðingi vill svelta og hrekja í burtu almenna borgara á Gaza (út í Sínaí-eyðimörkina/Egyptaland). Gazaborg verði að breytast í stað, þar sem enginn maður vill eða getur lifað“. Síðan segir, að hershöfðinginn vilji ekki gera nokkurn greinarmun á Hamasliðum og almennum borgurum (í skriðdreka-, eldflauga- og sprengjuárásum Ísrelshers).

Ísrael verður að skapa svo mikla mannúðarkrísu á Gaza, að hundruð þúsundir (almennra borgara; barna, kvenna og gamalmenna) neyðist til að leitar verndar og lífsviðurværis í Egyptalandi (í Sinaí-eyðimörkinn). Mannskæðir sjúkdómar og drepsóttir munu tryggja Ísraelsmönnum sigurinn“, er svo haft eftir hershöfðingjanum, en þar er vitnað í skrif hans í útbreiddum ísraelskum netmiðil.

„Hverjar eru aumingjans konurnar á Gaza?“ spyr svo sami hershöfðingi í útbreiddasta dagblaði Ísraels, og svarar sjálfur: „Þetta eru mæður, systur og konur Hamasliða“. M eð öðrum orðum: allt þetta fólk er réttdræpt, og það í sama mæli. Hann gleymir reyndar að nefna börnin, en þau eiga augljóslega að fljóta með.

Ýmsir leiðandi menn í Ísrael, bæði stjórnmálamenn og almennir borgarar, hafi tjáð sig með svipuðum hætti. Forseti Ísrael, Isaac Herzog, hefur líka sagt, að almenningur á Gaza sé fullkomlega lögmætt skotmark, þar sem hann hafi ekki risið upp gegn Hamas (það væri reyndar fróðlegt að vita, hvernig vopnlausar konur, börn og gamalmenni ættu að gera það!?).

Skv. NRK-fréttinni á leyniþjónusta Ísraels nú þegar að hafa gert plön um það, hvernig nauðungarflytja megi Gazabúa út í Sinaí-eyðimörkina.

Afleiðingarnar og eina lausnin

Ef þetta er það í raun, sem Ísraelsmönnum gengur til, eru þeir, Gyðingar sjálfir, ekki aðeins að búa til óstjórnlegt hatur Palestínumanna gegn sér, heldur eru þeir að setja af staða mikla og öfluga öldu Gyðingahaturs, víða um lönd, kannske þá mestu um áratuga eða alda skeið, sem mun svo hvelfast yfir þá um ókomna framtíð. Verður þá ekki við aðra að sakast.

Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi staðið fyrir þeirri lausn í þessari hræðilegu deilu, sem kölluð er tveggja-ríkja-lausnin, þar sem skipta eigi landinu og gæðum þess milli Palestínumanna og Gyðinga, en henni hafa Ísraelsmenn hafnað, þó að flestar þjóðir heims, líka Biden/Bandaríkjamenn, séu henni fylgjandi. Ísraelsmenn virðast aðeins sætta sig við að fá allt það land, sem Palestínumenn áttu einir fram til 1948.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”