fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Forgangsröðum í þágu barna og ungmenna

Eyjan
Föstudaginn 17. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eiga að geta staðið fremstir meðal þjóða þegar kemur að málefnum barna og ungmenna, rétt eins og við stöndum fremstir í jafnréttismálum. Baldur Þórhallsson segist finna fyrir því að fólki um allt land finnist það afskipt og elur með sér þann draum að landið og þjóðin geti aftur litið á sig sem eina heild. Baldur er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Baldur Thorhallsson - 1.mp4

„Minn draumur er að landið og þjóðin geti aftur litið á sig sem eina heild, að við lítum á okkur sem eina heild bæði þegar kemur að samgöngumálum, kemur að atvinnumálum, heilbrigðis-, mennta- og menningarmálum því ég hef upplifað það núna á ferðalögum okkar um landið, en ég sagði það strax í upphafi baráttunnar að ég vildi verja þremur til fjórum vikum úti á landi til þess að heyra hvað fólk hefur að segja um embættið og hvað ætti að gera,“ segir Baldur.

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ105_NET_BÞ.mp4

„Ég heyri hvað fólki finnst það vera afskipt hvar sem maður kemur á landinu. Það er ekki að upplifa lengur landið og þjóðina sem eina samfellda heild. Þarna held ég að við getum gert miklu betur og við höfum hvað þetta varðar t.d. forgangsraðað ákveðnum málum – málefnum barna og ungmenna. Við höfum sagt að börnunum eigi að geta liðið betur í íslensku samfélagi, öll börn eigi að fá tækifæri til að vera það sem þau eru og njóta hæfileika sinna.“

Baldur segir að honum þyki mikilvægt að nýta forsetaembættið þannig að hægt sé að láta gott af sér leiða og taka t.d. á því gríðarlega vandamáli sem ungt fólk stendur frammi fyrir í dag. „Það hefur aldrei verið meiri vanlíðan meðal ungs fólks, fíkniefnavandinn er mjög erfiður og ég á mér þann draum að við getum staðið fremst meðal þjóða þegar kemur að málefnum barna og ungmenna, rétt eins og við stöndum fremst meðal þjóða þegar kemur að jafnréttismálum.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Hide picture