fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Eyjan

Egill segir forsetann ekki geta sameinað þjóðina

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. maí 2024 12:30

Egill Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, fjölmiðlamaðurinn og þjóðfélagsrýnirinn góðkunni, ræddi embætti forseta Íslands í færslu á Facebook-síðu sinni í kjölfar kappræðna þeirra sex forsetaframbjóðenda sem efstir eru í skoðanakönnunum, á Stöð 2 í gærkvöldi. Egill skrifar í færslunni að hvað svo sem frambjóðendur kunni að halda þá geti forseti Íslands ekki sameinað þjóðina.

Frambjóðendunum varð einmitt tíðrætt um sameiningarhlutverk forsetans í kappræðunum. Meðal annars sagði Halla Hrund Logadóttir að forsetaembættið drægi saman ólíka hópa og lyfti þeim upp. Katrín Jakobsdóttir sagði forsetann næra þær rætur sem þjóðin ætti í sameiningu og tala skýrt fyrir gildum sem samstaða væri um á Íslandi. Jón Gnarr sagði forsetann eiga að vera eins og fyrirliði í liði, fremstur meðal jafningja. Baldur Þórhallsson sagði forsetann eiga að tala fyrir því að allir landsmenn njóti þeirra tækifæra sem Ísland býður upp á sínum eigin forsendum.

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um orðræðu frambjóðendanna þar sem mikið var gert úr sameiningarhlutverki forsetans. Egill segir þessa orðræðu frambjóðendanna hins vegar vera á villigötum:

„Þrátt fyrir allt tal frambjóðenda er ekki í valdi forseta að sameina þjóðina. Á forsetastóli hefur setið ágætis fólk en það hefur ekki sameinað eitt eða neitt. Forseti getur stundum lagt gott til – og það gerir Guðni ágætlega. Þrátt fyrir titilinn hefur forsetinn yfirleitt ekki forystu um mál og það er nær ómögulegt fyrir hann að stuðla að sátt um deiluefni.“

Ekki í verkahring forsetans

Egill furðaði sig einnig á því hvers vegna rætt var um þungunarrof í kappræðunum en kjósandi nokkur vildi vita afstöðu frambjóðendanna til þess viðfangsefnis. Svörin var misjöfn en svör Arnar Þórs Jónssonar vöktu óánægju sumra þeirra sem horfðu a kappræðurnar og létu óánægjuna í ljós á samfélagsmiðlum. Arnar sagðist meðal annras lifa sínu lífi í samræmi við kristin gildi og að þegar kæmi að þungunarrofi þyrfti að fara varlega.

Egill spyr hvers vegna tíma hafi verið eytt í að ræða þungunarrof:

„Hví er tíma frambjóðenda eytt í að ræða þungunarrof? Það er ekki mál sem er í verkahring forsetans.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“