fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Viktor ætlar að vera með þótt hann fái ekki að vera með

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld klukkan 18:55 fara fram kappræður milli forsetaframbjóðenda á Stöð 2. Þó verða ekki allir tólf frambjóðendurnir með heldur aðeins þeir sex sem eru efstir í skoðanakönnunum. Einn þeirra frambjóðenda sem fær ekki að vera með er Viktor Traustason. Hann er afar ósáttur við þessa ráðstöfun og hefur tilkynnt að hann muni samt taka þátt í kappræðunum með því að svara öllum spurningum sem þeir frambjóðendur sem fá að taka þátt verða spurðir að. Þetta ætlar Viktor að gera með hjálp samfélagsmiðla.

Viktor segir í færslu á Facebook-síðu sinni að þessi ákvörðun Stöðvar 2 sé byggð á ófaglegri túlkun niðurstaðna ólíkra skoðanakannanna yfir langt tímabil sem byggi á tölfræðilegum grunni, sem sé lítt traustur, varðandi það hvaða frambjóðanda landsmenn vilji helst að taki við forsetaembættinu.

Þar af leiðandi muni hann í kvöld taka óbeinan þátt í kappræðunum með því að svara sömu spurningum í rauntíma á hans samfélagsmiðlum: Facebook, Instagram, X (áður Twitter) og Tiktok.

Viktor segist hafa skorað á þá frambjóðendur sem fengu boð í kappræður Stöðvar 2 að sniðganga þær, eða benda á „þessi ólýðræðislegu vinnubrögð“ í beinni útsendingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á samfélagsmiðla þeirra frambjóðenda sem fái ekki að taka þátt.

Viktor segir að lokum að hann hafi hvatt alla frambjóðendur að taka þátt með honum í kvöld á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“