fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2024 22:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í kvöld fóru fram kappræður þeirra sex forsetaframbjóðenda sem efstir eru í skoðanakönnunum á Stöð 2. Eins og yfirleitt er gert nú á dögum við slík tækifæri ræddi sá hluti þjóðarinnar sem virkur er á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) kappræðurnar á þeim vettvangi. Sýndist sitt hverjum en DV tók saman nokkur dæmi um það sem þau sem lögðu orð í belg höfðu að segja um kappræðurnar.

Þessi kjósandi var ósátt við svör Arnars Þórs Jónssonar við spurningum um þungunarrof.

Annar kjósandi tók undir þetta.

Einn kjósandi taldi skýrt hvaða frambjóðendur hefðu staðið sig best.

Þessi kjósandi varpaði fram nýstárlegri hugmynd.

Talsvert var rætt eftir kappræður frambjóðendanna á RÚV um handahreyfingar Höllu Hrundar. Það breyttist ekki í kvöld.

Sumir áhorfendur vildu fá að vita meira um fortíð frambjóðenda í skemmtanalífinu sem var lítillega rædd í kappræðunum.

Annar vildi einnig fá ítarlegri upplýsingar um þennan lið.

Baldur Þórhallsson bar framboð sitt talsvert saman við framboð Vigdísar Finnbogadóttur í kappræðunum og það fór ekki framhjá þessum glögga fréttamanni.

Eins og áður segir fengu aðeins sex af 12 frambjóðendum að taka þátt í kappræðunum. Það var lítið rætt þegar á hólminn var komið en það var helst Arnar Þór sem gerði athugasemd við það og þakkaði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem er ein af þeim frambjóðendum sem ekki var boðið að taka þátt, honum fyrir það á Facebooksíðu sinni. Viktor Traustason fékk ekki heldur að vera með og sumir áhorfendur söknuðu hans.

Viktor hafði áður greint frá því að hann myndi samt taka þátt í kappræðunum, með aðstoð samfélagsmiðla, og svara öllum sömu spurningum og lagðar voru fyrir þá frambjóðendur sem fengu að vera með. Hann var meðal annars virkur á X í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að ein spurningin sem lögð var fyrir frambjóðendur væri óþörf.

Eins og þeir frambjóðendur sem fengu að taka þátt var Viktor hreinskilinn þegar kom að spurningum um fyrri þátttöku í skemmtanalífinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“