SKEL fjárfestingafélag og Samkaup hafa undirritað viljayfirlýsingu um samruna Samkaupa við Orkuna IS, Löður, Heimkaup og Lyfjaval, sem eru í eigu SKEL. Verði af samrunanum eignast Samkaup hin félögin að fullu og SKEL fær tæplega 38 prósenta hlut í sameinuðu félagi. Fyrir á SKEL fimm prósent í Samkaupum í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma ehf. Mun því SKEL eiga tæplega 43 prósent í Samkaupum eftir samrunann. Samlegðaráhrif samrunans eru metin 1,4-1,7 milljarðar á ári og núvirt virði hans á 10,5-14 milljarða.
Viljayfirlýsingin kveður á um að hið sameinaða félag skuli stefna að eftirfarandi markmiðum:
Deloitte ehf. og Fossar fjárfestingarbanki hf. voru fengin til þess að leggja mat á möguleg samlegðaráhrif fyrirhugaðs samruna, sem félögin gerðu á grundvelli afhentra gagna í lokuðu gagnaherbergi (e. clean room). Niðurstaðan er að samlegðaráhrif fyrirhugaðs samruna geti numið á bilinu 1.400 til 1.700 milljónum króna á og myndu raungerast á öðru ári eftir sameiningu. Virði samlegðar er áætlað um 10,5-14 milljarðar króna.
Viljayfirlýsingin er háð fyrirvörum, svo sem um niðurstöðu áreiðanleikakannanna, frekari samninga- og skjalagerð, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar félaganna. Stefnt er að því að skuldbindandi samrunasamningur verði undirritaður að loknum áreiðanleikakönnunum og að samruninn gengi í gegn við lok þriðja ársfjórðungs.