fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Eyjan

Freyr ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar

Eyjan
Mánudaginn 13. maí 2024 13:49

Freyr Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags en frá þessu er greint á vef verkalýðsfélagsins.

Þar kemur fram að Freyr er stjórnmálafræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi. Hann hefur síðustu 17 ár unnið sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum, meðal annars Heimildinni, Stundinni, DV, Eyjunni, Bændablaðinu og á 24 stundum. Freyr hlaut Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands árið 2018 fyrir rannsóknarblaðamennsku þegar hann rannsakaði og greindi eignarhald auðmanna á íslenskum bújörðum. Hann hefur þá einnig í tvígang verið tilnefndur til verðlaunanna.

Sömuleiðis hefur Freyr sinnt kynningarstörfum og upplýsingagjöf á sínum starfsferli, meðal annars þegar hann starfaði hjá kynningardeild Bændasamtakanna. Þá var hann upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar árið 2017.

Freyr er fullur tilhlökkunar yfir því að taka til starfa fyrir félagsfólk Eflingar og verkafólk á Íslandi.  „Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum í baráttu Eflingarfélaga fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, sem og að koma því á framfæri hversu gríðarlega mikilvægt hlutverk  félagsfólks Eflingar er í íslensku samfélagi.“

„Ráðning Freys er liður í eflingu samskipta og miðlunar upplýsinga af félagslegu og faglegu starfi Eflingar stéttarfélags. Freyr mun með reynslu sinni reynast félaginu og starfsfólki mikilvægur liðsfélagi í því ferli,“ er haft eftir Perlu Ösp Ásgeirsdóttur framkvæmdastjóri Eflingar í tilkynningunni.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að með ráðningu Freys verði enn frekar skerpt á upplýsingagjöf félagsins: „Efling er annað stærsta stéttarfélag landsins og lang stærsta félag verkafólks. Öflug upplýsingagjöf um grundvallarmikilvægi okkar er lykilatriði í baráttu félagsins fyrir efnahagslegu réttlæti.“

Freyr er giftur Snærós Sindradóttur, listfræðingi og fjölmiðlakonu, og eiga þau fjögur börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur

Þórdís Kolbrún: Ég er ekki á leiðinni út – vona að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyrir hvað hann stendur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Af hverju á ekki að vera virðisaukaskattur á nauðsynlegum hjálpartækjum?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu

Jón Steinar skrifar: Stigið fram af festu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“

Furðar sig á hræsni Sjálfstæðismanna í ljósi sögunnar – „Getur verið að Hildur vilji bara sjálf fá þessi embætti?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur

Þórdís Kolbrún: Greiningar stórveldanna voru rangar – nágrannarnir vissu betur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB ekki bara efnahagslegur heldur líka varnarlegur aflvöðvi Evrópu!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?