fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
EyjanPennar

Björn Jón skrifar: Eru stjórnvöld andvíg aðlögun innflytjenda?

Eyjan
Sunnudaginn 12. maí 2024 15:00

Heimspekingurinn Wilhelm von Humboldt (1767–1835) orðaði það svo „að um mannlegan þroska í ýtrasta margbreytileika sé meira meira vert en alla hluti aðra“.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef veitt því athygli eftir hversu algengt er að fólk hafi lítið og jafnvel ekkert vald á íslensku þrátt fyrir að hafa búið hér jafnvel í á annan áratug og vera orðnir íslenskir ríkisborgarar. Þetta vakti forvitni mína á því hvernig háttað væri íslenskuprófum sem lögð eru fyrir verðandi ríkisborgara en dæmi um slík próf má nálgast á heimasíðu Menntamálastofnunar (sem nýlega var lögð niður). Sérfræðingur á þessu sviði sem ég ræddi við sagði þessi próf aðeins til málamynda — menn gætu undirbúið sig fyrir þau á einni dagstund. Ég hvet áhugasama til að líta á þessi próf en dæmi úr texta í lesskilningi er svona:

„María er frá Spáni. Hún á heima á Íslandi. Hún er búin að vera á Íslandi í tólf ár. María á íslenskan mann sem heitir Finnur. Þau eiga þrjú börn.“

Þetta er í reynd mun einfaldari texti en nemendur í þriðja tungumáli í framhaldsskóla eiga að kunna skil á eftir fyrsta misseri. En prófin sem um ræðir eru vel að merkja lögð fyrir fólk hefur búið hér á landi í að lágmarki sjö ár og hyggst setjast hér að — verða íslenskir ríkisborgarar. Prófin miða við lægsta samnefnara og við blasir að engin raunveruleg krafa er uppi um að þeir sem hér setjist að læri íslensku.

Í raun er niðurlægjandi gagnvart fólki að leggja fyrir svo einföld próf en að sama skapi lýsir það vanvirðingu gagnvart íslenskri tungu og menningu að gera ekki miklu ríkari kröfur um þekkingu þeirra sem hér setjast að til frambúðar. Þeirri vegsemd að öðlast hér ríkisborgararétt eiga vitaskuld að fylgja ríkar skyldur og engum ætti að veita hér ríkisborgararétt nema hann hafi gott vald á tungumálinu.

Íslenskan er ekki tiltakanlega erfitt mál

Menn hljóta eðlilega að velta því fyrir sér hvers vegna ekki séu gerðar miklu meiri kröfur um íslenskukunnáttu en í umræðunni hefur nýlega heyrst að ógjörningur sé fyrir marga að læra íslensku og því eigi hreinlega ekki gera neinar kröfur í þessu efni. Svo er að sjá sem sjónarmið þeirra sem er í nöp við þjóðtunguna og þjóðmenninguna hafi hér orðið ofan á. En er íslenskan „erfitt“ tungumál að læra? Skoðum þá röksemd eilítið nánar.

Vitaskuld er enginn til algildur mælikvarði á það hversu erfitt er að læra tungumál en bandaríska utanríkisþjónustan menntar diplómata sína í fjölda tungumála og þar er þeim raðað í fjóra flokka í þessu tilliti. Í þeim fyrsta er áætlað að það taki um 24–30 vikna stíft nám, eða sem samsvarar 600–750 klukkustundum, að ná góðum tökum á tungumáli. Í þessum flokki eru til að mynda danska (24 vikur) og franska (30 vikur). Í öðrum flokki er miðað við að námið taki um 36 vikur eða sem samsvarar 900 klukkustundum. Þar er meðal annars þýska. Í þriðja flokki er miðað við að námið taki 44 vikur, þ.e. 1100 klukkustundir, en þá er málfræði allmikið frábrugðin ensku. Langflest tungumál eru í þessum flokki, þar á meðal íslenska, en einnig tékkneska, finnska, gríska og þannig mætti lengi telja. Í fjórða flokki eru síðan tungumál sem enskumælandi mönnum er jafnan torvelt að læra og miðað við 88 vikna stíft nám, en þar á meðal eru arabíska, kantónska, mandarín, japanska og kóreska. Sé tekið mið af þessari flokkun er álitið í meðallagi erfitt að læra íslensku.

Tilraun til að skapa glundroða

Eðvarð Hilmarsson kennari ritaði pistil sem birtist á Vísi 20. apríl sl. undir hinni áhrifaríku fyrirsögn „Breiðholt brennur“. Hann rifjaði upp óeirðir sem brotist hafa út í nágrannaríkjum okkar undanfarin ár sem rekja má að miklu leyti til þess að aðlögun innflytjenda hefur mistekist hrapalega og orðið til þess að stórir hópar ungs fólks hafa snúist gegn samfélaginu sem segja má að hafi brugðist þeim í ýmsu tilliti.

Eðvarð nefndi í greininni að Íslendingar stefndu hraðbyri í sömu átt en til að takast á við vandann yrðum við fyrst að vinna gegn „afneitun og innistæðulausri bjartsýni á núverandi stefnu“, eins og hann orðaði það. Í skólanum þar sem hann starfaði væri hlutfall nemenda af erlendum uppruna orðið níutíu af hundraði og þetta væri vel að merkja ekki sérskóli heldur almennur grunnskóli. Hann kenndi náttúrufræði og tók dæmi um einfalda setningu í kennslubókinni sem enginn nemenda hans skildi. Fæstir umræddra nemenda væru því færir um að stunda nám í framhaldsskóla og skólakerfið hefði brugðist þeim. Eðvarð nefndi enn fremur að dreifing erlendra nemenda um skóla borgarinnar væri mjög ójöfn sem ýtti undir alvarlega stéttarskiptingu eftir hverfum. Verið væri að skapa aðstæður

„þar sem vantraust, vanlíðan, ótti og reiði er að fara að stigmagnast í þjóðfélaginu. Fjölskyldur af erlendum uppruna eru að vinna og borga sína skatta í góðri trú um að kerfið sé að mennta börnin og að það gefi næstu kynslóð aðgengi að þjóðfélaginu.“

Eðvarð nefndi sér í lagi hvernig sér tæki sárt að sjá gáfur og hæfileika ungmenna fara forgörðum því þeim gæfist ekki tækifæri til að rækta þá og ungmenni sem væri svikið um menntun væri „fullorðin manneskja sem svikin er um framtíð“.

Þarna er ágætlega að orði komist því sannleikurinn um okkur mannfólkið er ekki bara hvað við erum og hvað við getum heldur tekur hann líka til þess sem við gætum orðið og gætum gert. Einn mesti hugsuður Þjóðverja, Wilhelm von Humboldt, orðaði það svo „að um mannlegan þroska í ýtrasta margbreytileika sé meira meira vert en alla hluti aðra“. Sú spurning stendur þá upp á okkur hér í þessu samfélagi nú um stundir hvernig til takist að koma mönnum til hins mesta þroska.

Að horfast í augu við vandann

Þar sem ég þekki til í Frakklandi fá börn innflytjenda ekki að hefja nám í almennum skólum fyrr en þau hafa öðlast lágmarks kunnáttu í tungumálinu í sérstökum fornámsdeildum — enda á nemandi sem ekki skilur hvað fram fer í kennslustofunni ekkert erindi þangað inn; ekki nema markmiðið sé að skapa almennan glundroða og andfélagslega hegðun meðal umræddra barna.

Hér á landi þarf að innleiða þá stefnu að nemendur öðlist viðunandi grunnfærni í íslensku með stífri kennslu áður en þeir fá hafið nám í almennum skóla. Þá þarf að sama skapi að stórauka kröfur um íslenskukunnáttu þeirra sem öðlast ríkisborgararétt og ef til vill væri rétt að gera áskilnað um lengri búsetu áður en unnt er að fá veittan ríkisborgararétt, miða til að mynda við áratug, líkt og gert er í Sviss.

Umfram allt þurfa þó ráðamenn að horfast í augu við vandann, enda fá málefni brýnni í okkar samtíma en að innflytjendur aðlagist íslensku samfélagi með farsælum hætti. Að verja núverandi ástand felur það í sér að vera beinlínis andvígur aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi; sem mun að óbreyttu leiða yfir okkur alvarlega misskiptingu, almennt vantraust á samborgurum og vopnuð þjóðfélagsátök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum

Óvinsælasti leikmaðurinn á EM? – Fékk óblíðar móttökur í úrslitaleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“

Hvaða skilaboð var stjarnan að senda í gær? – ,,Ég er nokkuð viss um að hannn hafi gert grín að okkur“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu

Besta deildin: ÍA fékk skell gegn botnliðinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM

Meistararnir vilja fá eina af hetjum EM
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“

Segja honum að ‘drullast heim’ eftir mynd á samskiptamiðlum: Mjög óvinsæll í landinu – ,,Drullastu burt, gerpi“