fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Eyjan
Laugardaginn 11. maí 2024 13:30

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi skal landann reyna. Þar eru skilaboð Seðlabanka Íslands komin. Það er forkólfum hans kappsmál að halda stýrivöxtum í 9,25 prósentum í að minnsta kosti heilt ár.

Einu gildir þó það augljósa. Krónan er ekki hagstjórnartæki. Krónan lýtur nefnilega ekki stjórn.

Því þrátt fyrir að stýrivextir á Íslandi séu yfir 100 prósentum hærri en á evrusvæðinu og í Noregi og meira en 150 prósentum hærri en í Danmörku, er verðbólgan á Íslandi yfir 70 prósentum hærri en í Noregi, meira en 180 prósentum hærri en í evrulöndum og 650 prósentum hærri en hjá Dönum.

Áralangar krónuæfingar Seðlabanka Íslands eru þessu marki brenndar.

En hvað merkja þessar tölur? Það er meginspurningin í íslenskri pólitík nú um stundir. En jafn merkilegt og það er – og raunar átakanlegt – hafa stjórnmálin við Austurvöll ekki áhuga á svarinu. Í langflestum tilvikum er þeim slétt sama. Það er einvörðungu verkalýðshreyfingin sem sýnir lit í þessum efnum, enda vita foringjar ASÍ, VR og Starfsgreinasambandsins að heimilunum er að blæða út, ekki síst á meðal ungs fólks og fyrstukaupenda þar sem algengt er að mánaðarlegar afborganir hafi hækkað úr 250 þúsundum í yfir 400 þúsund krónur. Og téðir talsmenn launþegahreyfingarinnar spyrja eðlilega hvar húseigendur, eða öllu heldur lántakendur, eigi að fá þann aukreitis 150 þúsund kall um hver einustu mánaðamót, nærri tvær milljónir á ári, sem kallar á meira en þriggja milljóna króna aukalegar tekjur á þeim tíma, þegar skattgreiðslur eru meðtaldar.

„Guð forði næstukaupendum að fara inn á íslenskan húsnæðismarkað – og megi hann líka blessa Ísland.“

Og það segir auðvitað alla raunasögu þessa fólks að vextir á verðtryggðum húsnæðislánum eru komnir um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Það er hagstjórnarlegt heimsmet.

Guð forði næstukaupendum að fara inn á íslenskan húsnæðismarkað – og megi hann líka blessa Ísland. Því framkvæmdir í þeim geira eru við það að frjósa við botninn út af háu vaxtastigi. Hagvöxtur er í frjálsu falli. Hann mældist 8,3 prósent 2022, 4,1 prósent í fyrra, en verður að líkindum 0,5 til 0,9 prósent á yfirstandandi ári. Fyrirtækin eru nefnilega jafn hart leikin og fólkið í landinu, altso þeir innlendu atvinnurekendur sem neyðast, eins og alþýðan, til að notast við krónuna. Hina, innan útflutningsgreinanna, með um 40 prósent þjóðarframleiðslunnar, varðar ekkert um vanda þeirra fyrrnefndu, enda löngu flúnir í faðminn á evru og dollara til að geta lifað af heimsviðskiptin.

Afleiðingin af þessu feigðarflani með minnsta gjaldmiðil í heimi, sem er með öllu ósamkeppnisfær á milli landa, merkir ekki einasta að íbúðaverð mun snarhækka – og var þó dýrtíðinni þar áður líkt við fjárhagslegt flikkflakk, heldur hitt – og það er jafnvel enn þá alvarlega, að nú standa yfir einhverjir svæsnustu fjármagnsflutningar frá lántakendum til fjármagnseigenda sem um getur í seinni tíð.

Og samt svarar pólitíkin engu. Þar fer að mestu áhugafólk um okur á Íslandi. Því er sama þótt vextir hér á landi muni verða að minnsta kosti tvöfalt og miklu heldur þrefalt hærri en í nágrannalöndum það sem eftir lifir af áratugnum. Og þess vegna bara um aldur og ævi.

Það kærir sig kollótt hvað það kostar almenning á lánstímanum, umfram það sem þekkist í heilbrigðum hagkerfum. Tugi milljóna? Hundruð milljóna? Og það aumkunarverðasta við þessa varðmenn krónunnar er að þeir þora ekki að reikna út hvað hún kostar þjóðina raunverulega.

Og það er akkúrat af þeim sökum sem formaður VR telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og gert var í búsáhaldabyltingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
EyjanFastir pennar
26.09.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
22.09.2024

Björn Jón skrifar: Ísbirnir og aðrar fjarlægar skepnur

Björn Jón skrifar: Ísbirnir og aðrar fjarlægar skepnur