fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa er forsendan fyrir Reykjavík sem ráðstefnuborg á heimsmælikvarða

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 7. apríl 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harpa er í samkeppni við önnur tónlistar- og ráðstefnuhús í allri Evrópu og, auk gæða hússins, þá er staðsetningin, mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna, mikill styrkur. Án Hörpu hefðu viðburðir á borð við Arctic Circle og kvenleiðtogaráðstefnurnar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur staðið fyrir tæpast orðið að þeim miklu viðburðum sem raunin er. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 3.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 3.mp4

„Þetta er dálítið að vera með hús sem er svona saman sett, er með þetta mikla listræna starfsemi, með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem fastan íbúa, Íslensku óperuna fram á þennan dag og síðan geri ég ráð fyrir að Þjóðarópera taki við hér í húsinu. Hér eru um sjö hundruð listviðburðir á ári. Svo er líka þetta sterka og mikla viðburðahald sem er ráðstefnumegin og fundamegin. Þar erum við með markvissum hætti í samstarfi við Ráðstefnuborgina Reykjavík, eða Meet in Reykjavík, sem er markaðssamstarf innan vébanda Íslandsstofu. Þar erum við að sækja á alþjóðlega markaði, erum að kynna Reykjavík, auðvitað, og þá Hörpu sem álitlegan fundarstað,“ segir Svanhildur.

Hún segir Hörpu vera í samkeppni við hús í Norður-Evrópu og raunar allri Evrópu. „Við erum sterk þegar kemur að því að vera Mid-Atlantic, eða mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna, og fyrir alþjóðlega viðburði er Harpa sterk. Hér eru haldnar mjög stórar ráðstefnur, einmitt sumar þannig að það er ekki einn einasti íslenskur þátttakandi. Það geta verið læknasamtök eða fjármálafyrirtæki, eða bara nefndu það, það eru engin mörk á því hvernig það er.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Svanhildur segir að ekki megi gleyma því að viðburður á borð við Arctic Circle hefði að öllum líkindum ekki þróast neitt í líkingu við það sem raunin hefur orðið, ekki orðið svona glæsilegur viðburður og áhrifamikill, ef ekki hefði verið fyrir hús eins og Hörpu. „Ég held að Ólafur Ragnar Grímsson, sem er auðvitað guðfaðir þessa viðburðar, hann segir þetta sjálfur. Vegna þess að Harpa var hér til þá er hægt að byggja hér viðburði eins og Arctic Circle, sem er auðvitað alveg af hæsta „level“ ef það má orða það þannig, og þar sem er verið að fjalla um feikilega mikilvæg og brýn málefni. Auðvitað viljum við að Harpa verði vettvangur fyrir svona merkingarbæra viðburði.“

Svanhildur segir þetta ekki síst eiga við um málefni sem tengjast norðurslóðum. Ekki megi heldur gleyma málefnum sem tengjast mannréttindamálum. „Annar viðburður, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur verið að byggja hér upp og hefur verið árviss með kvenleiðtogum víða að úr veröldinni. Þannig að það eru þessir viðburðir sem við erum mjög stolt af þó að húsið sé ekki að halda þetta sjálft. En við erum auðvitað vettvangurinn fyrir þetta og erum mjög stolt af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?
Hide picture