fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Tuttugasta öldin, taka tvö

Eyjan
Laugardaginn 6. apríl 2024 15:20

Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitraðasta og eftirminnilegasta ádeilan á mannkynssögu síðustu aldar draup úr penna austurríska rithöfundarins Stefan Zweig, en aldarfarslýsing hans í bókinni, Veröld sem var, er óviðjafnanleg. Bókin kom fyrst út 1942 þegar enn einn hildarleikurinn stóð sem hæst í Evrópu og ekki sá fyrir endann á geigvænlegu manntjóni um allar jarðir.

Við lesturinn verður ekki annað ráðið en að manneskjan kunni ekki að halda friðinn – og vilji það jafnvel ekki. Og gildir þar einu hversu langt hún nær í menntun, listum og vísindum. Það er eins og allar framfarir og gleggri upplýsing skipti hana litlu sem engu máli, því að lokum tapar hún fyrir drambi sínu, mikilmennsku og oflæti. En þá er ekki um annað að ræða að ráðast hverjir á aðra – og murka lífið úr sem flestum, en þannig er mannlegur máttur mældur í það skiptið.

Tuttugasta öldin rúmaði tvær heimsstyrjaldir og þar að auki svo hrollkalt stríð að lengi vel leit út fyrir allsherjar tortímingu á nokkrum helstu byggðu bólum jarðarinnar. Á sama tíma vatt velmeguninni fram sem aldrei fyrr. Og þversögnin sem blasir við er einfaldlega sú að eftir því sem mannskepnunni líður betur og aðstæður hennar verða viðráðanlegri, reynist henni auðveldara að glutra niður gildum mannúðar. Hatrið og miskunnarleysið hefur alltaf betur á endanum.

Það kemur því ekki sérlega á óvart að tuttugasta öldin gengur nú í endurnýjun lífdaga. Þess sér víða stað að hún er að endurtaka sig hvað varðar illsku og yfirgang þar sem mannslífið er aukaatriði. Allra veikustu smábörnunum inni á sjúkrastofum er ekki einu sinni hlíft. Þau eru sundurskotin svo líkin eru óþekkjanleg á eftir. Því þar eru komnir óvinir okkar tíma. Pelabörnin sjálf.

Og mikið óskaplega hafði Stefan Zweig einmitt rétt fyrir sér. Það er sama hvað mannsandinn kann að rísa hátt. Hann koðnar alltaf reglulega niður. Og tapar bæði áttum og sjálfum sér.

„Hervæðumst! Köllum æ fleiri í heri okkar, leggjum enn meira fé til vígvélakaupa – og búum okkur undir allsherjarstríð.“

Þjóðir heims eru enn á barmi heimsstyrjaldar. Ófriðarbálið í Evrópu er á mörkum þess að dreifast út um álfuna. Og þá eru ónefnd staðbundin stríð og erjur í öðrum heimshlutum þar sem tilgangurinn er einkum sá að útrýma heilu og hálfu þjóðunum og hrekja þær fyrir fullt og allt úr átthögum sínum.

Fyrir vikið ómar nú sama tilskipunin hvarvetna: Hervæðumst! Köllum æ fleiri í heri okkar, leggjum enn meira fé til vígvélakaupa – og búum okkur undir allsherjarstríð.

Þannig hljómar árið 2024.

Nú er svo komið að krafan uppi á herlausu Íslandi er að auka útgjöld til hernaðar- og öryggismála að miklum mun. Það er í anda þeirrar heimtingar Nató að aðildarríkin verji að minnsta kosti tveimur prósentum af landsframleiðslu til málaflokksins. Íslenskir ráðamenn hyggjast hlíða því kalli – og jafnvel líka því augljósa að hlutfallið hækki í hálft þriðja prósent á næstu misserum, sem jafngilti 110 milljörðum á Íslandi.

Hver þjóðin af annarri breytir nú um kúrs. Jafnvel Þjóðverjar, sem hafa allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar haldið sig til hlés í hernaðarumsvifum, hafa heitið algerum umskiptum í þeim efnum. Finnar og Svíar hafa látið af grundvallarstefnu sinni í utanríkismálum og gengið í Nató. Danir ætla að lengja herskyldu í landinu úr fjórum mánuðum í ellefu og koma á herskyldu fyrir konur. Og Norðmenn ætla einnig að stórauka framlög til varnarmála, ekki síst í Norðurhöfum.

„Við lifum á mestu örlagastundu frá síðari heimsstyrjöld,“ sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands á dögunum. Enginn Evrópubúi muni finna til öryggis ef Rússar sigri í Úkraínu. Pólska ríkið ætli nú að verja fjórum prósentum af fjármunum landsins til varnarmála, mest allra Evrópuríkja.

Tónninn er alls staðar eins. Tuttugasta öldin er að hellast yfir okkur aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?