fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. apríl 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óeðlilegt er að eignaflokkur á borð við fasteignir séu reiknaður inn í vísitölu neysluverðs og sú aðferð sem Hagstofan notar til að reikna út verðbólgu ofmetur hana um heild prósent. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Snorri Jakobsson -4.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Snorri Jakobsson -4.mp4

„Það er spurning hvort þú ættir líka að horfa á verðbólgu aðeins án fasteignaverðs, það hefur verið gagnrýnt að það sé eignamarkaður inni í vísitölunni. Fyrst eftir hrunið var bent á að verðbólgan með húsnæði var miklu lægri og það hafa verið heldur minni sveiflur í því,“ segir Snorri.

En það þýðir ekki að það hafi verið rétt mælt þá. Eru það ekki bara rök fyrir því að þessi vísitala, eins og hún er reiknuð hjá okkur með húsnæðisliðnum, sé vitlaust burtséð frá því sem er að gerast á húsnæðismarkaði?

„Mér finnst alla vega mjög galið að Seðlabankinn sé að hækka vexti og sé að auka verðbólguna, það er galið og ég er búinn að vera á þeirri skoðun í tuttugu og eitthvað ár. Og, eins og ég segi, að verðbólgan sé ofmæld um meira en heilt prósent.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Nú hefur Seðlabankinn ýmis stjórntæki, önnur en vaxtatækið, til þess að slá á þenslu þegar hann telur þenslu vera of mikla. Hann hefur nú beitt sumum þessum tækjum.

„Hann hefur beitt þeim í sambandi við fasteignakaup og annað.“

Það hafði aðallega áhrif át tekjulægri og fyrstu kaupendur en minni áhrif á aðila sem mögulega væru að kaupa fasteignir sem eignaflokk.

„Nákvæmlega. Það er líka dálítið skrítið að hafa þessa eign inni þegar kominn er þessi kerfisvandi. Þetta var mikið í umræðunni fyrir 5-6 árum, hvort fasteignaliðurinn ætti að vera inni, en það hefur bara ýmislegt breyst á fasteignamarkaðinum síðan, það er kominn ákveðinn kerfisvandi sem Seðlabankinn ræður einfaldlega ekki við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi
Hide picture